Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2001, Page 59

Frjáls verslun - 01.03.2001, Page 59
Morgimblaðinu, f. 20. júlí 1944, og Júní- usar Kristinssonar sagnfræðings, f. 12. febrúar 1944. Hann lést árið 1983. Mó- eiður á fimm systkini. Eyþór og Móeiður eiga eitt barn, Ara Elías Arnalds sem er fæddur 20. janúar 2001. Menntun Eyþór hóf skólagönguna í Arbæjarskóla og gekk svo í Hagaskóla. Lærði samhliða því á fiðlu sjö ára gam- all, á trompet níu til tólf ára og á píanó með sellónáminu. hann lauk stúdents- prófi frá MH 1984. Stundaði laganám við HÍ veturinn 1985-1986 samhliða námi sínu í sellóleik og tónsmíðum. Ut- skrifaðist með burtfararpróf í sellóleik og B.A. prófi í tónvísindum og grein- ingu úr tónsmíðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík vorið 1988. Var í framhalds- námi í tónsmíðum í Hollandi og Banda- ríkjunum 1989-1991. Frumkvöðullinn sem kemur hlutunum í verk. I Eyþóri ersagður mikill kraftur og „frumkvöðla- eldur“. Hann er sagður svo orkumikill að það geti talist „ofvirkni", áberandi stjórnandi, sem er mikið í sviðsljósinu og vill gjarnan vera það. Hann situr í oþnu rými á vinnustaðnum og er vin- sæll meðal samstarfsmanna sinna. Mynd: Geir Olafsson Ferill Þrátt fyrir ungan aldur á Eyþór langan og fjölbreyttan feril að baki. Hann lék sem barn í nokkrum leiksýn- ingum í Þjóðleikhúsinu, t.d. í leikritinu Kalli og karlinn á þakinu eftir Astrid Lindgren, og lék bæði í útvarps- og sjón- varpsleikritum, svo að dæmi séu nefnd. Eyþór var einn af stofnendum hljóm- sveitarinnar Tappi tíkarrass. Hljóm- sveitina stofnaði hann ásamt öðrum þekktum tónlistarmönnum á borð við Björk Guðmundsdóttur, Jakob Smára Magnússon, sem reyndar er starfsmað- ur Íslandssíma í dag, og Eyjólf Jóhanns- son og söng m.a. í Rokk í Reykjavík. Hljómsveitin lifði aðeins í tvö ár. Árið 1989 tók Eyþór upp þráðinn aftur með Todmobile og lék með Andreu Gylfa- dóttur og Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni í ijögur ár. Hann starfaði svo með eigin- konu sinni, Móeiði Júníusdóttur, og tvl- burabræðrum hennar, Kristni og Guð- laugi Júníussonum, í Bong í stuttan tíma á tíunda áratugnum. Að auki hefur Eyþór samið fjöldamörg tónverk og stef, t.d. í auglýsingar, kvikmyndir og leiksýningar, m.a. fyrir þrjár leiksýningar hjá Perlunni, leikhópi þroskaheftra. Auk þess hefur hann tekið þátt í að gefa út fjöl- margar plötur. Eyþór var með margmiðlunarfyrirtæki 1991-1994, eða þar til hann hóf störf hjá Oz og gegndi þar ýmsum stjórnunarstörf- um. Hann var framkvæmdastjóri þróunarsviðs Oz 1995-1999 og kom þá m.a. að gerð viðskiptaáætlunar fyrir Íslandssíma ásamt öðrum. Íslandssími fór af stað vorið 1989 og um mitt árið 1999 var Eyþór fenginn til að byggja upp hið nýja fyrirtæki enda þótti bakgrunnur hans úr tónlistinni og þekking á fjar- skipta- og tölvumálum henta vel. Eyþór hefur gegnt starfi for- stjóra síðan og undanfarna mánuði hefur hann jafnframt verið forstjóri farsímahluta fyrirtækisins, Islandssíma-GSM. Eyþór hefur verið varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í eitt og hálft kjörtímabil. Persóna Eyþóri er lýst sem líflegum, forvitnum, skapandi, framtakssömum og uppátækjasömum í æsku. Strax í upphafi kom í ljós hve hæfileika- og hugmyndaríkur hann er og hve frjótt ímyndunarafl hann hefur. Hann lærði snemma að lesa og var fastagestur í bókabílnum í Árbæjarhverfinu á meðan ijöl- skyldan bjó þar. Hann hneigðist snemma til tónlistar. 59

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.