Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2001, Page 80

Frjáls verslun - 01.03.2001, Page 80
Þór Egilsson, hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna: „Það er tvímælalaust mikill ávinningur fyrir launþega að nota sér sértækan lifeyrissþarnað. “ FV-mynd: Geir Ólafsson lok aukast á komandi árum. Þeir sem nýta sér þessa heimild til sér- eignarsparnaðar verða verulega betur settir í framtíðinni en þeir sem nýta sér heimildina ekki hvað þetta varðar. Þeir sem nýta sér heim- ildina munu hafa flár- haglsegt sjálfstæði til þess að ráða miklu um sín starfslok því viðbót- arlífeyrissparnaðinn má byrja að taka út við 60 ára aldur og það skiptir fólk miklu máli að eiga viðbótarsparnað þegar á þennan aldur er kom- ið. Fólk hefur þá ýmsa kosti í stöðunni t.d. að Þór Egilsson, Lífeyrissjóði verslunarmanna: Kaflaskil á síðasta ári ILífeyrissjóð verslunarmanna greiða nú um 40 þúsund manns og er hann stærsti lífeyrissjóður landsins. „Kafla- skil urðu í viðbótarlífeyrissparnaði í kjölfar nýrra kjara- samninga á síðasta ári,“ segir Þór Egilsson hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna. „Viðbótarlífeyrissparnaðurinn hefur verið að taka hægt og bítandi við sér og segja má að orðið hafi kaflaskil í kjölfar nýrra kjarasamninga sem gerðir voru á síðasta ári,“ segir Þór. „Frá því kjarasamningar voru undirritaðir hefur þeim ijölgað stöðugt sem nýta sér séreignasparnað og eru nú um þrjú þús- und hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna einum en þetta er mjög svo hagkvæm leið til eftirlaunasparnaðar. Launþegar geta greitt allt að 4% af heildarlaunum í séreign- arsparnað áður en skattur er reiknaður á laun og fá mótfram- lag frá ríkinu sem jafngildir einum tíunda eigin framlags. Að auki fá launþegar skv. nýgerðum kjarasamningum mótfram- lag frá launagreiðanda sem fer stighækkandi. Sparnaður í séreignarsjóði getur þannig numið allt að 6,4% af heildarlaun- um frá og með næstu áramótum." Sveigjanleg staiisiok Þór segir mótframlag frá ríki og at- vinnurekanda vera nokkru hærra en framlag þess sem spar- ar og nefnir dæmi um einstakling sem greiðir 2% af 150 þús- und króna launum. „Á hveijum mánuði eignast hann 6.300 krónur en er þó ekki að leggja fram nema 1.837 krónur eða 29% af því sem hann eignast," segir Þór. „í þessu dæmi lækka skattar hans um 1.163 krónur á mánuði, en mótframlagið frá atvinnurekanda er 3.000 krónur og framlag ríkisins er 300 krónur. Það munar fáa um 1.837 krónur á mánuði, enda dug- ar sú upphæð rétt fýrir einni pizzu, þó hún skili mun meiru þegar hún er lögð í séreignarsjóð í stað þess að kaupa eitt- hvað. Aukin umræða á sér stað í þjóðfélaginu um sveigjanleg starfslok og mun sú umræða og krafan um sveigjanleg starfs- draga úr vinnu og láta viðbótarsparnaðinn vega upp það tekjutap sem það verður fýrir þangað til það getur fengið greiðslur úr sameignarsjóði, eða að fólk getur hætt að vinna um sextugt og notað viðbótarsparnaðinn þangað til greiðslur úr sameignarsjóði heflast." Meiri mðguleihar „Það er mjög mikilvægt íýrir fólk að átta sig á þessum möguleikum og huga að því að hefja viðbótar- sparnað sem íýrst, því lengri tími sem sparað er því hærri verð- ur inneignin sem úr verður að spila þegar á henni þarf að halda. Og svo má ekki gleyma því að með því að sleppa þess- um sparnaði sem samið hefur verið um - er fólk samt sem áður að spara - fýrir atvinnurekandann." SH Skattahagræði og mótframlag launagreiðanda vinna saman Séreignariðgjald af launum 2% 4% Sparnaður af 150.000 kr. mánaðarlaunum 3.000 6.000 Skattar lækka um 1.151 2.302 Raunuerulegt framlag launþega 1.849 3.698 Mótframlag atvinnurekanda frá 1.1.2002 3.000 3.000 Mótframlag ríkisins 300 600 Samtals mótframlag 3.300 3.600 Inneign í sáreignarsjóði 6.300 9.600 Af þessari töflu sést að einstaklirigur sem sparar 2% af 150.000 kr. launum eignast á mánuði 6.300 kr. frá 1.1.2002 en borgar í rauninni ekki nema 1.849 kr. fyrir. 80

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.