Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2001, Side 79

Frjáls verslun - 01.11.2001, Side 79
NflMSKEIÐ í BOÐI Félagsmenn margra stéttarfélaga njóta afsláttarkjara hjá Rafiðnaðarskólanum auk þess sem ijölmörg stéttarfélög styrkja sína félagsmenn til náms. CTEC á íslandi CTEC á íslandi er tæknikennslusetur með vottun frá Microsoft og CISCO Systems. Þar er boðið upp á námskeið fyrir sérffæðinga og námsbrautir fyrir þá sem vilja styrkja stöðu sína eða undirbúa sig fyrir störf í upplýsinga- tækni. Rafiðnaðarskólinn hefur um árabil staðið fyrir miklu úr- vali námskeiða fyrir sérfræðinga í tölvugeiranum og verða þessi námskeið hér eftir kennd hjá CTEC á Islandi af sömu kennurum og áður, auk þess sem nýir hafa bæst í hópinn. Með vottun Microsoft er skólinn skyldugur til að uppfylla ströng skilyrði varðandi hæfni, menntun og símenntun kenn- ara og nú þegar hafa nokkrir kennarar uppfyllt skilyrði fyrir CTT kennaragráðu og nokkrir kennarar hafa MCT kennara- gráðu frá Microsoft. Þar að auki stunda allir kennarar skólans stöðugt nám í sinni grein og eru undir handleiðslu kennslu- fræðings til þess að fylgjast með nýjungum á því sviði og stöðugt auka færni sína í miðlun námsefnis. Stærstur hluti námskeiða eru námskeið frá Microsoft fyr- ir stjórnendur og þjónustuaðila netkerfa en einnig eru mörg námskeið í hugbúnaðargerð, tölvuöryggismálum og öðrum stýrikerfum. Þá má ekki gleyma CISCO en CTEC á Islandi var nýverið útnefnt sem Regional/Local Networking Academy af Cisco Systems. í þessu felst að stofnunin mun nú bjóða sérstakt nám sem Cisco hefur þróað til að mennta fólk í tækni tölvuneta. Dagskrá námskeiða er ákveðin fyrir eina önn í senn en þegar ný námskeið bætast við eða eftirspurn eykst eftir ein- hverju námskeiði bregst skólinn hratt við. Einnig býðst að setja upp sérstök námskeið fyrir hópa eða fyrirtæki og geta þau verið sérhönnuð ef fyrirvari er nægur. Hjá CTEC á Islandi er einnig prófamiðstöð þar sem hægt er að taka alþjóðleg próf og öðlast vottun á færni með próf- gráðum. Annað nám Lengra nám í viðskiptum, tölvutækni og öðru því sem að gagni kemur í viðskiptalífinu og reyndar atvinnu- lífinu almennt, er að fá í Háskóla íslands, á Bifröst, Háskólan- um í Reykjavík, Tækniskólanum, Yiðskipta og tölvuskólan- um, Iðnskólanum, Háskólanum á Akureyri og fleiri stöðum. Víst er að fátt er óvinnandi þeim sem læra vill og jafnvel þeim sem eru í fullri vinnu, eða því sem næst, býðst nám í nokkrum skólum, bæði viðskiptatengt og stjórnunarnám sem sérstaklega er sniðið að þeim sem eru í vinnu. Fremstur er þar Háskóli Islands, með Endurmenntun HI sem hefur verið í fararbroddi hvað slíkt nám varðar um árabil en fast á eftir fylgir Háskólinn í Reykjavík. Og ekki má gleyma ijarnámi en með því aukast möguleik- ar þeirra sem úti á landsbyggðinni búa og ekki síður þeirra sem eiga illa heimangengt. Margskonar nám er hægt að stunda sem ijarnám og hafa nokkrir skólar gengið á undan með góðu fordæmi og hafa íjölmargir nemendur nýtt sér þessa möguleika. 55 Þekking og þjálfun Sérfræðingar IMG hafa fjölbreyttan bakgrunn og mikla reynslu í að miðla þekkingu til fólks. Daglega takast þeir á við fjölbreytt verkefni með stjórnendum og frumkvöðlum atvinnulífsins. Það er því óhætt að segja að þeir séu með púlsinn á íslensku atvinnulífi. í krafti þess bjóðum við upp á fyrirlestra, námskeið og þjálfun í margvíslegum viðfangsefnum, allt eftir þörfum viðskiptavina. Leyfðu þínu fyrirtæki að ná mikilvægu samkeppnisforskoti með þekkingu og þjálfun. IMG Þekking og þjálfun bíður upp á fræðslu í eftirfarandi efnisflokkum: • Færni og árangur • Stjórnun • Starfsmannamál • Stjórnandinn og samskipti • Þjónusta • Markaðsmál • Þjóðfélagsmál V) cn .1 § Sumir eru alltaf einu skrefi á undan- hvernig fara þeir að því? IMG • Laugavegi 170 • 105 Reykjavík • Sími: 540 1000 • Fax: 540 1099 • img@img.is 79

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.