Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2001, Síða 79

Frjáls verslun - 01.11.2001, Síða 79
NflMSKEIÐ í BOÐI Félagsmenn margra stéttarfélaga njóta afsláttarkjara hjá Rafiðnaðarskólanum auk þess sem ijölmörg stéttarfélög styrkja sína félagsmenn til náms. CTEC á íslandi CTEC á íslandi er tæknikennslusetur með vottun frá Microsoft og CISCO Systems. Þar er boðið upp á námskeið fyrir sérffæðinga og námsbrautir fyrir þá sem vilja styrkja stöðu sína eða undirbúa sig fyrir störf í upplýsinga- tækni. Rafiðnaðarskólinn hefur um árabil staðið fyrir miklu úr- vali námskeiða fyrir sérfræðinga í tölvugeiranum og verða þessi námskeið hér eftir kennd hjá CTEC á Islandi af sömu kennurum og áður, auk þess sem nýir hafa bæst í hópinn. Með vottun Microsoft er skólinn skyldugur til að uppfylla ströng skilyrði varðandi hæfni, menntun og símenntun kenn- ara og nú þegar hafa nokkrir kennarar uppfyllt skilyrði fyrir CTT kennaragráðu og nokkrir kennarar hafa MCT kennara- gráðu frá Microsoft. Þar að auki stunda allir kennarar skólans stöðugt nám í sinni grein og eru undir handleiðslu kennslu- fræðings til þess að fylgjast með nýjungum á því sviði og stöðugt auka færni sína í miðlun námsefnis. Stærstur hluti námskeiða eru námskeið frá Microsoft fyr- ir stjórnendur og þjónustuaðila netkerfa en einnig eru mörg námskeið í hugbúnaðargerð, tölvuöryggismálum og öðrum stýrikerfum. Þá má ekki gleyma CISCO en CTEC á Islandi var nýverið útnefnt sem Regional/Local Networking Academy af Cisco Systems. í þessu felst að stofnunin mun nú bjóða sérstakt nám sem Cisco hefur þróað til að mennta fólk í tækni tölvuneta. Dagskrá námskeiða er ákveðin fyrir eina önn í senn en þegar ný námskeið bætast við eða eftirspurn eykst eftir ein- hverju námskeiði bregst skólinn hratt við. Einnig býðst að setja upp sérstök námskeið fyrir hópa eða fyrirtæki og geta þau verið sérhönnuð ef fyrirvari er nægur. Hjá CTEC á Islandi er einnig prófamiðstöð þar sem hægt er að taka alþjóðleg próf og öðlast vottun á færni með próf- gráðum. Annað nám Lengra nám í viðskiptum, tölvutækni og öðru því sem að gagni kemur í viðskiptalífinu og reyndar atvinnu- lífinu almennt, er að fá í Háskóla íslands, á Bifröst, Háskólan- um í Reykjavík, Tækniskólanum, Yiðskipta og tölvuskólan- um, Iðnskólanum, Háskólanum á Akureyri og fleiri stöðum. Víst er að fátt er óvinnandi þeim sem læra vill og jafnvel þeim sem eru í fullri vinnu, eða því sem næst, býðst nám í nokkrum skólum, bæði viðskiptatengt og stjórnunarnám sem sérstaklega er sniðið að þeim sem eru í vinnu. Fremstur er þar Háskóli Islands, með Endurmenntun HI sem hefur verið í fararbroddi hvað slíkt nám varðar um árabil en fast á eftir fylgir Háskólinn í Reykjavík. Og ekki má gleyma ijarnámi en með því aukast möguleik- ar þeirra sem úti á landsbyggðinni búa og ekki síður þeirra sem eiga illa heimangengt. Margskonar nám er hægt að stunda sem ijarnám og hafa nokkrir skólar gengið á undan með góðu fordæmi og hafa íjölmargir nemendur nýtt sér þessa möguleika. 55 Þekking og þjálfun Sérfræðingar IMG hafa fjölbreyttan bakgrunn og mikla reynslu í að miðla þekkingu til fólks. Daglega takast þeir á við fjölbreytt verkefni með stjórnendum og frumkvöðlum atvinnulífsins. Það er því óhætt að segja að þeir séu með púlsinn á íslensku atvinnulífi. í krafti þess bjóðum við upp á fyrirlestra, námskeið og þjálfun í margvíslegum viðfangsefnum, allt eftir þörfum viðskiptavina. Leyfðu þínu fyrirtæki að ná mikilvægu samkeppnisforskoti með þekkingu og þjálfun. IMG Þekking og þjálfun bíður upp á fræðslu í eftirfarandi efnisflokkum: • Færni og árangur • Stjórnun • Starfsmannamál • Stjórnandinn og samskipti • Þjónusta • Markaðsmál • Þjóðfélagsmál V) cn .1 § Sumir eru alltaf einu skrefi á undan- hvernig fara þeir að því? IMG • Laugavegi 170 • 105 Reykjavík • Sími: 540 1000 • Fax: 540 1099 • img@img.is 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.