Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2001, Síða 83

Frjáls verslun - 01.11.2001, Síða 83
Sigmar B. Hauksson mælir með þessum kampavínum: Tattinger Brut á 2.590 krónur Veue Cliquot Brut á 2.590 krónur Bollinger Grand Anné á 4.250 krónur Gordon Vert Demi Sec á 2.490 krónur komast. í stuttu máli sagt fann hann upp aðferð til að koma af stað gerjun í flöskunni að áfengisgerjun lokinni, venjulegt hvítvín varð því að freyðandi víni, víni sem síðar var nefnt eftir hér- aðinu, kampavín. Auðvitað komst munkurinn að þessari aðferð fyrir hreina tilviljun. Þessi aðferð nefnist í dag Méthode Champen- oise og er enn í fullu gildi. Hvítar og rauðar þrúgur Við fram- leiðslu á kampavíni eru notaðar þrjár tegundir af þrúgum. Sú vin- sælasta er Chardonnay og svo Pinot Noir sem er dökk eða rauð þrúga, þá er einnig notuð, að vísu í mjög litlum mæli, Pinot Meunier sem er náskyld Pinot Noir, sem sagt tvær rauðar og ein hvít. Þegar safinn úr rauðu þrúgunni er pressaður er hýðið sigtað frá safanum svo að það gefi ekki frá sér lit og bragð. Hver kampavínsframleiðandi hefur sína að- ferð við framleiðslu og blöndun á kampavíninu. Reynt er að hafa kampavínið eins á bragðið frá ári til árs. Eldri kampavín eru notuð við blöndunina til að ná fram réttri samsetningu. Þegar kampavín er framleitt er sykri og geri bætt í vínið til þess að koma af stað gerjun í flöskunni. Vínið er svo sett í flöskur sem er lokað með töppum eins og þeim sem settir eru á gosdrykkjarflöskur. Flöskurnar eru svo geymdar í vín- kjöllurum i nokkrar vikur á meðan kolsýrugerjunin á sér stað. A meðan á gerjuninni stendur fellur dautt ger til botns í flöskunni og myndar grugg. Flöskunni er stungið í göt á brettum sem eru eins og öfugt V, þ.e.a.s. flöskuhálsinum er stungið í götin. Þessi aðferð nefnist Rémunge. Flöskunum er svo snúið reglulega og eftir nokkrar vikur standa flöskurnar lóðréttar niður á brettunum. Botnfallið safnast saman í flösku- hálsinum. Flöskuhálsinn er svo snöggfrystur og tappinn tekinn af, við það skýst botnfallið úr flöskunni. Því næst er fýllt á flöskuna með víni og sykri sem ræður því hversu sætt vínið á að vera. •5 rrnt n brettum sem eru eins og aðferð nefnist Rémunge. VÍNUIVIFJáLLUN SIGMARS B. kampavín er eins og að hafa sinfóníu- hljómsveit í munninum þar sem fiðl- urnar og blásturshljóðfærin eru í aðal- hlutverki," sagði frægur breskur rit- höfundur á góðri stundu. Kampavín og matur Ljómandi gott er að drekka kampavín með mat. Að mínu mati er best að hafa rósakampa- vín með mat en einnig þurrt kampa- vín. Hálfsætt kampavín passar mjög vel með reyktum laxi og mjög krydduðum réttum en einnig viss- um eftirréttum. Sæt kampavín eru fágæt en þau er eingöngu hægt að drekka með eftirréttum. Þurr kampavín eru ljómandi með villi- bráð þar sem sósan er bragðmikil og með rjóma í. Þá er kampavín gott með pinnamat. Hálfsætt kampavín er frábært með kökum af öllum gerðum, það má bjóða í staðinn fyrir kaffi. Augnablikið En kampavínið er fyrst og fremst vín augna- bliksins. Kertaljós, falleg blóm, eldur í arni, góðir vinir eða stund sem maður á með þeim sem manni finnst vænt um, í þessu umhverfi á kampavínið heima. Kampavín er frekar ódýrt hér á landi þótt ótrúlegt sé. Kampavín er rétta vínið til að kaupa í fríhöfnum. Frekar lítið úrval af kampavínum er í verslunum ÁTVR, sérstaklega sárvantar góð rósakampavín. Nú um áramótin er kjörið að skála í kampavíni þegar klukkan slær 12 á miðnætti og skála fyrir nýju ári - með von um að efnahagslægðin sé að baki, að verð á sjávarafurðum hækki, að vextir lækki og krónan styrkist. 33 Þurr og þrælgóð í Kampavínshéraðinu eru um 5.000 vín- þrúguframleiðendur. 270 fyrirtæki og 45 samvinnufyrirtæki framleiða kampavin. Segja má þó að 5-6 stórfyrirtæki ráði markaðnum. Kampavíninu er skipt í þrjár flöskur eftir sykur- innihaldi vínsins. Brut er þurrt kampavín og er það vin- sælasta, eða með um 80% framleiðslunnar. Demi sec eru hálf- þurr, en sec eru sæt kampavín. Rósakampavín eru einnig nokkuð vinsæl, ekki síst í Bandaríkjunum og í Japan. Þau eru ekki framleidd eins og rósavín, það er að segja með því að fá lit úr hýði þrúganna. Við gerð rósakampavína er rauðvíns- þrúgunni Pinot Noir bætt út í kampavínið. Rósakampavínið er matarmeira en venjuleg kampavín og geta verið einstaklega Ijúffeng. Þurrt kampavín eru besti fordrykkurinn sem hugs- ast getur. Ef þau eru góð eða frá vönduðum framleiðanda, en þessir framleiðendur eru í hópi sem nefnast Grande Marque, geta bragðáhrifm verið ólýsanleg. „Að drekka gott þurrt 83
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.