Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2001, Page 84

Frjáls verslun - 01.11.2001, Page 84
LUNDÚNAPISTILL SIGRÚNflR Vatn breytist kannski ekki í uín en... Sigrún Davíðsdóttir, fréttaritari Frjálsrar verslunar í Bretlandi, líturyfir árið og blaðar i breskum blöðum. íslensk fyrirtæki komu þar nokkuð við sögu á árinu. Evran verður mál komandi árs og efeitthvað er að marka Abby Cohen, sem í fiármálaheiminum er í guðatölu fyrir glöggskyggni, þá breytist vatn kannski ekki í vín, en hún segir að botninum sé náð og kúrfan muni vísa upp á næsta ári. Lundúnapistill eftir Sigrúnu Davíðsdóttur W Arið hefur verið rússíbanaferð hjá mörgum fyrirtækjum, sum farið meira upp en niður, önnur hina leiðina. Margir tala um óvissu og þeirri óvissu hafa atburðirnir 11. september hert á - en öldungis ekki skapað. Bretar eru nokkuð öruggir um að þeir standi sterkar að vígi en bæði Evruland og Bandaríkin og vissastur allra er Gordon Brown fjármálaráðherra, sem er hugs- anlega farinn að styðja við bakið á Tony Blair fjármálaráðhcrra í evrufortölum, þó að það sé enn ekki óyggjandi. Evran verður mál komandi árs. Nú bíða menn spenntir að sjá hvernig jólaverslunin verði, hvort áhrifa gæti af uppgufuðum bónusum og uppsögnum, ekki síst í fjármálageiranum og iðnframleiðslu. Vatn breytist kannski ekki í vín á næsta ári, en botninum er náb og kúrfan mun fara að vísa upp, ef marka má Abby Cohen, sem er í guðatölu í breska jjármálaheiminum. íslensk fyrirtæki í Financial Times Á árinu hafa íslensk fyrir- tæki komist ærlega á kortið í breskum ijölmiðlum. Skyldi það nokkurn tíma hafa gerst áður að íslenskt fyrirtæki kæmist á for- síðu Financial Times og það með heilar Jjórar tilvísunarfréttir eins og gerðist þegar sú frétt lak út - ótímabært reyndar - að Baugur freistaði þess að kaupa Arcadiu? Sjávarleður á Sauðár- króki með hátískuvöruna fiskroð og Islensk vistorka með nýjar leiðir í orkumálum hlutu líka umtjöllun, ásamt Netverki og öðr- um fyrirtækjum, sem voru kynnt á Jjárfestingastefnu Utflutn- ingsráðs hér í vor. Það er kannski ofsagt að Island hafi verið í brennidepli athyglinnar á árinu - það þarf meira til en bara að vera svalt - en umJjöllunin hefur verið drjúg í Englandi. Reykjavík er ofúrsvöl borg - það vita allir hér, þó fæstum sé almennilega ljóst af hverju. Helst giskað á að það sé vegna ofuröflugs skemmtana- lífs og ofurhás bjórverðs. Það er auðvitað viðbrigði að koma héð- an þar sem fá má tvö háifslltra bjórglös með freyðandi bjór Jyrir 2,50 pund, þó að fallin króna gefi ekki rétta mynd af verðlagi hér. Pakkaferðir á Ungfrú ísland - keppnina Flugleiðir hafa um árabil lagt sitt af mörkum til að skapa þessa svölu mynd með því að gera út á að auglýsa íslenskt kvenfólk af sjaldgæfu smekkleysi. Beru stelpurnar í lopapeysunni um árið mörkuðu upphaf þessarar háleitu landkynningar. Hámarkið - alla vega hingað til - var grein á árinu um pakkaferðir á Ungfrú ísland- keppnina þar sem þátttakendum var boðið að hitta stelpurnar. Lýsing bandarísks blaðamanns á ferðamönnunum, mest karl- mönnum á aldri við feður stelpnanna (því hverjir aðrir en rosknir menn hafa efni og áhuga á svona ferð) og fundi þeirra við stelpurnar, var meira en ámátleg. Stelpurnar stóðu sig vel, létu koma krók á móti Flugleiðabragðinu og gerðu eins og Islendinga er siður innan um útlendinga: nenntu ekkert að tala við þá heldur vildu miklu frekar tala sín á milli á móðurmálinu. Þegar átrúnaðargoðið Abby Cohen talaði yfir okkur erlendum blaðamönnum hér í London var kvíðinn rekinn á braut. Að hennar sögn er botninum náð og kúrfan mun vísa upp á næsta ári. 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.