Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2001, Qupperneq 84

Frjáls verslun - 01.11.2001, Qupperneq 84
LUNDÚNAPISTILL SIGRÚNflR Vatn breytist kannski ekki í uín en... Sigrún Davíðsdóttir, fréttaritari Frjálsrar verslunar í Bretlandi, líturyfir árið og blaðar i breskum blöðum. íslensk fyrirtæki komu þar nokkuð við sögu á árinu. Evran verður mál komandi árs og efeitthvað er að marka Abby Cohen, sem í fiármálaheiminum er í guðatölu fyrir glöggskyggni, þá breytist vatn kannski ekki í vín, en hún segir að botninum sé náð og kúrfan muni vísa upp á næsta ári. Lundúnapistill eftir Sigrúnu Davíðsdóttur W Arið hefur verið rússíbanaferð hjá mörgum fyrirtækjum, sum farið meira upp en niður, önnur hina leiðina. Margir tala um óvissu og þeirri óvissu hafa atburðirnir 11. september hert á - en öldungis ekki skapað. Bretar eru nokkuð öruggir um að þeir standi sterkar að vígi en bæði Evruland og Bandaríkin og vissastur allra er Gordon Brown fjármálaráðherra, sem er hugs- anlega farinn að styðja við bakið á Tony Blair fjármálaráðhcrra í evrufortölum, þó að það sé enn ekki óyggjandi. Evran verður mál komandi árs. Nú bíða menn spenntir að sjá hvernig jólaverslunin verði, hvort áhrifa gæti af uppgufuðum bónusum og uppsögnum, ekki síst í fjármálageiranum og iðnframleiðslu. Vatn breytist kannski ekki í vín á næsta ári, en botninum er náb og kúrfan mun fara að vísa upp, ef marka má Abby Cohen, sem er í guðatölu í breska jjármálaheiminum. íslensk fyrirtæki í Financial Times Á árinu hafa íslensk fyrir- tæki komist ærlega á kortið í breskum ijölmiðlum. Skyldi það nokkurn tíma hafa gerst áður að íslenskt fyrirtæki kæmist á for- síðu Financial Times og það með heilar Jjórar tilvísunarfréttir eins og gerðist þegar sú frétt lak út - ótímabært reyndar - að Baugur freistaði þess að kaupa Arcadiu? Sjávarleður á Sauðár- króki með hátískuvöruna fiskroð og Islensk vistorka með nýjar leiðir í orkumálum hlutu líka umtjöllun, ásamt Netverki og öðr- um fyrirtækjum, sem voru kynnt á Jjárfestingastefnu Utflutn- ingsráðs hér í vor. Það er kannski ofsagt að Island hafi verið í brennidepli athyglinnar á árinu - það þarf meira til en bara að vera svalt - en umJjöllunin hefur verið drjúg í Englandi. Reykjavík er ofúrsvöl borg - það vita allir hér, þó fæstum sé almennilega ljóst af hverju. Helst giskað á að það sé vegna ofuröflugs skemmtana- lífs og ofurhás bjórverðs. Það er auðvitað viðbrigði að koma héð- an þar sem fá má tvö háifslltra bjórglös með freyðandi bjór Jyrir 2,50 pund, þó að fallin króna gefi ekki rétta mynd af verðlagi hér. Pakkaferðir á Ungfrú ísland - keppnina Flugleiðir hafa um árabil lagt sitt af mörkum til að skapa þessa svölu mynd með því að gera út á að auglýsa íslenskt kvenfólk af sjaldgæfu smekkleysi. Beru stelpurnar í lopapeysunni um árið mörkuðu upphaf þessarar háleitu landkynningar. Hámarkið - alla vega hingað til - var grein á árinu um pakkaferðir á Ungfrú ísland- keppnina þar sem þátttakendum var boðið að hitta stelpurnar. Lýsing bandarísks blaðamanns á ferðamönnunum, mest karl- mönnum á aldri við feður stelpnanna (því hverjir aðrir en rosknir menn hafa efni og áhuga á svona ferð) og fundi þeirra við stelpurnar, var meira en ámátleg. Stelpurnar stóðu sig vel, létu koma krók á móti Flugleiðabragðinu og gerðu eins og Islendinga er siður innan um útlendinga: nenntu ekkert að tala við þá heldur vildu miklu frekar tala sín á milli á móðurmálinu. Þegar átrúnaðargoðið Abby Cohen talaði yfir okkur erlendum blaðamönnum hér í London var kvíðinn rekinn á braut. Að hennar sögn er botninum náð og kúrfan mun vísa upp á næsta ári. 84
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.