Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2002, Page 6

Frjáls verslun - 01.01.2002, Page 6
RITSTJÓRNARGREIN Buddan eða orðsins brandur? Stundum taka umræður óvænta stefnu og leiðast út í ógöngur. Það gerðist á Alþingi á dögunum þegar þingheimur ræddi baráttuna við verð- bólguna. Skyndilega varð mikið uppistand; þing- heimur uppgötvaði allt í einu að það ríkti fákeppni víða í atvinnulífi Islendinga og að hún væri orsök verðbólgunnar. Þetta var ný ógn. Nú var hægt að kenna einhverjum um. Allt í einu stafaði verð- bólgan ekki af ofvexti í ríkisútgjöldum, of miklu peningaflæði sem fóðrar verðbólguna, launa- hækkunum vegna umframeftirspurnar eftir vinnuafli eða gengishrapi krónunnar. Nei, nú var það fákeppnin - og sökudólgurinn var Baugur. Málsheijandi umræðunnar var Össur Skarphéðinsson, formaður Samfýlkingarinnar, og sagði hann að stóru verslunarkeðjurnar í landinu hefðu í skjóli einokunar keyrt upp matarverð og „að hreðjatak þeirra á markaðnum hefði kallað fáheyrða dýrtíð yfir neytendur". Davíð Oddsson forsætisráðherra lagði því miður orð í belg og sagði að auðvitað ætti að fýlgja því eftir að stórir aðilar misnotuðu ekki aðstöðu sína og 60% eignaraðild á verslunaríyrirtækjum í matvælaiðnaði væri allt of há hlutdeild og auðvitað kæmi til greina af hálfú ríkisins og Alþingis að skipta upp slíkum iýrir- tækjum - væru þau misnotuð. Daginn eftir uppistandið upp- götvuðu menn hins vegar að ef skipta ætti upp öllum fyrir- tækjum á íslandi sem hafa yfir 50% markaðshlutdeild gæti orðið mikið blóðbað. Eru markaðsöflin galin? Fákeppni og tvíkeppni á mörgum mörkuðum hefur einkennt íslenskt viðskiptalíf í áratugi. Aður voru það stjórmálaöflin sem skiptu atvinnulifinu upp í fylkingar, en í seinni tíð snýst fákeppni í hugum flestra um það hvers vegna markaðsöflin sjálf hafa leitast við að hafa aðeins tvö til þijú stór og ráðandi fyrirtæki, ásamt nokkrum smáum, á hveijum markaði fyrir sig. Menn hafa sagt sem svo að það ríki frjáls samkeppni á meðan ný fyrirtæki, innlend sem erlend, hafa frjálsan aðgang að mörkuðum hér; á meðan nýir menn með nýjar hugmyndir komast að. En hvers vegna allur þessir vilji til að láta fyrirtæki vaxa, t.d. með því að sameina þau öðrum? Hvers vegna eru ekki á öllum mörkuðum tugir fyrirtækja að keppa, það vita jú allir að þannig væri samkeppnin virkust og viðskiptalífið ferskast og skemmtilegast? Hvers vegna láta markaðsöflin svona, eru þau orðin galin? Neytendur ákveða stærð fyrirtækja Svarið er að fyrirtæki reyna að stækka til að lifa af, skila hlut- höfum sínum viðunandi ávöxtun, tryggja fólki starfsöryggi og samkeppnishæf laun og síðast en ekki síst, til að geta náð í fleiri viðskiptavini með því að bjóða þeim bætt kjör og lægra vöruverð - t.d. í gegnum stórinnkaup og hagræðingu. Öll fyrirtæki vilja vaxa og oft er eina leiðin sú að fara af heimamarkaði og út fyrir landssteinana. Nefnt hefur verið að á Islandi búi jafnmargir og í borginni Grimsby á Englandi, stærri er hann nú ekki markaðurinn á Islandi. Og hvað er annars heimamarkaður þegar allur heimur- inn er orðinn eitt markaðssvæði? Og hvenær eiga stjórnvöld að grípa inn í atburðarás markaðarins og refsa stórum fyrirtækjum sem misnota aðstöðu sína; t.d. þeim sem beita bellibrögðum og hindra aðra í að komast að með vöru sína eða þjónustu? Spurn- ingarnar eru margar um fákeppni og stærð fyrirtækja. En þegar allt kemur til alls eru það neytendur sjálfir - viðskiptavinir fyrir- tækja - sem ákveða stærð fyrirtækja og hversu ráðandi þau verða. Bónus stækkaði ekki af sjálfú sér. Fyrirtæki verða stór vegna þess að fólk vill skipta við þau. A matvörumarkaði greiða neytendur daglega atkvæði sitt með budduna að vopni, fara bara annað eða sleppa að kaupa vöru á okurverði. Ef vínber kosta þúsundir króna kilóið fyrir jólin þá á að loka buddunni og sleppa vínbeijunum. Það er gula spjaldið til kaupmannsins. Treystum fólki Eigum við ekki að treysta fólki, með budduna að vopni, til að ákveða áffam hve stór og öflug fyrirtæki verða? Stjórnmálamenn geta á meðan beitt orðsins brandi í þingheimi, vonandi minnugir þess að fæst orð bera minnsta ábyrgð, ekki síst þegar umræður leiðast út í ógöngur og bera keim af lýðskrumi. Jón G. Hauksson llf rnL m ^ fj JT rrm Stofhuð 1939 Sérrit um viðskiþta-, efnahags- og atvinnumál - 64. ár Sjöfn Guðrún Helga Geir Ólafsson Hallgrímur Sigurgeirsdóttir Sigurðardóttir Ijósmyndari Egilsson auglýsingastjóri blaðamaður útlitsteiknari RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir BLAÐAMAÐUR: Guðrún Helga Sigurðardóttir UÓSMYNDARI: Geir Ólafsson RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 512 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@heimur.is ÁSKRIFTARVERÐ: kr 7.100,-10% afsláttur ef greitt er með kreditkorti. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. UMBROT: Hallgrímur Egilsson ÚTGEFANDI: Heimur hf. V heimur DREIFING: Heimurhf., sími 512 7575 FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Grafik - Gutenberg hf. LTTGREININGAR: Heimur hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir ISSN 1017-3544 6
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.