Frjáls verslun - 01.08.2002, Blaðsíða 27
HÚSLEIT FYRIRTÆKJUIVl
Húsleitir yfirvalda hafa verið milli tannanna á
fólki. Alls hafa sjö húsleitir átt sér staó hjá ís-
lenskum fyrirtœkjum síóustu tíu árin, þar afhafa
fimm þeirra átt sér stab á tæplega einu ári eða
frá því í desember í fyrra fyrir utan húsleitina hjá
Baugi í Færeyjum. Tilviljun eður ei? Stundum
virðist sem þessu úrræði sé beitt oftar nú en áður.
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Húsleitir yfirvalda hafa verið milli tannanna á fólki, ekki síst
í viðskiptalífinu, þar sem menn furða sig á húsrann-
sóknum hjá fyrirtækjum þar sem m.a. hefur verið lagt
hald á gögn í stórum stíl án þess að Ijóst sé hvort brýna nauð-
syn beri til, grunur um brot sé nægjanlega rökstuddur eða
reynt hafi verið til fulls að nálgast viðkomandi gögn eftir
öðrum leiðum. Dómarar eru harðlega gagnrýndir íyrir ósjálf-
stæði í vinnubrögðum. Þeir þykja fullfljótir til að veita húsleitar-
heimildir án þess að önnur úrræði hafi verið reynd til hlítar.
Markmið húsleitar er ávallt það sama, þ.e.a.s. að rannsaka
ummerki brots og hafa uppi á sönnunargögnum, en húsleitin
má samkvæmt lögum ekki vera víðtækari eða vara lengur en
nauðsyn ber til. Þannig má td. ekki leggja hald á önnur gögn
en þau sem snerta rannsóknina. Húsleit, hvort sem hún
beinist að einstaklingum, samtökum eða fyrirtækjum, er
náttúrulega „þvingunaraðferð sem er knúin fram með líkam-
legu valdi“, eins og Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við HI,
orðaði það nýlega í erindi á morgunverðarfundi Verslunarráðs,
„og hún skerðir mikilsverð réttindi manna.“ Það skiptir því
miklu að fara að lögum og reglum, vanda vinnubrögð í
hvívetna og taka fyllsta tillit til þolenda.
Húsleitum í fyrirtækjum hefur fjölgað snarlega síðustu árin,
alls fimm frá árinu 1999, þar af fjórar frá því í fyrra. Allar hafa
þessar húsleitir farið fram með fulltingi lögreglu ef hún hefur
ekki sjálf verið þar að verki. Árið 1999 gerðu samkeppnisyfir-
völd húsleit hjá fjórum grænmetisheildsölum, í fyrra varfram-
kvæmd húsleit hjá olíufélögunum og í ár hjá Eimskip auk þess
sem skattrannsóknastjóri gerði húsrannsókn hjá Norðurljós-
um í haust og efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra rann-
sakaði grun um saknæmt atferli hjá Baugi.
Mynd: Geir Ólafsson
27