Frjáls verslun - 01.08.2002, Blaðsíða 12
Stofnendur Fjárstoðar þeir Jón L. flrnason og Gunnar Thoroddsen.
Bókhald, launaútreikningar og ýmis önnur bakvinnsla
Fjárstoð er nýtt sérfræðifyrirtæki á islenskum markaði í um-
sjón verkferla fyrir fjármálasvið fyrirtækja. Fyrirtækinu
hefur vaxið mjög fiskur um hrygg að undanförnu, eftir sam-
einingu við Viðskiptamiðlunina í Reykjavik og Grófargil á Akureyri
og nú starfa 55 manns hjá fyrirtækinu. Fjárstoð sérhæfir sig i
þjónustu við stærri sem smærri fyrirtæki, sem og rekstraraðila,
á sviði fjármála, bókhalds- og launavinnslu.
Útvistun verkferla á fjármálasviði
Fjárstoð tekur að sér framkvæmd allra þeirra verkþátta sem heyra
undir fjármálasvið fyrirtækja, þar á meðal bókhald, afstemmingar,
launavinnslu, gerð bráðabirgða- og árshlutauppgjöra og framsetningu
lykilupplýsinga. Reynslan hefur sýnt að með því að fela sérfræðingum
að annast daglega vinnslu á þessu sviði geta fyrirtæki náð töluverðri
hagræðingu og ekki síst gefst stjórnendum meira tóm til að einbeita
sér að kjarnasviðum starfsemi sinnar; því sem skapar bein verðmæti
fyrir fyrirtækið og eigendur þess.
Starfsfölk Fjárstoðar hefur langa reynslu af störfum á fjármálasviði
og fyrirtækið leggur mikla áherslu á skilvirka og góða þjónustu, staðl-
aða verkferla og fagleg vinnubrögð sem samræmast ítrustu kröfum um
gæði. Markmið Fjárstoðar er að þessir þættir, auk samnýtingar starfs-
fólks við fleiri verkefni, leiði til lækkunar rekstrarkostnaðar hjá viðskipta-
vini, auk þess sem hann fær aðgang að sérfræðiþekkingu og víðtækri
reynslu starfsfólks. Óbeinn kostnaður tengdur yfirstjórn, tækjabúnaði,
orlofi, ráðningum og húsnæði fellur sjálfkrafa niður við útvistun og þar
með næst strax fram umtalsverður sparnaður fyrirtækisins.
„Við skilgreinum okkur sem framleiðslufyrirtæki á lykilupplýsingum
fyrir fjármálasvið," segir Gunnar Thoroddsen, framkvæmdastjóri Fjár-
stoðar. „Það fer auðvitað eftir stærð fyrirtækjanna hvað þau vilja mikla
þjónustu og sum þeirra þurfa aðeins bókhaldsþjónustu á meðan önnur
vilja að við vinnum náið með stjórnendum fyrirtækisins í því skyni að
láta þeim í té lykilupplýsingar. Það kemur sífellt betur í Ijós að útvistun
frá fjármálasviði fyrirtækja er mikill kostur þar sem fyrirtækið getur þá
sinnt kjarnastarfsemi sinni betur en látið sérfræðinga um það sem
snýr að stöðluðum vinnuferlum. Það er einnig ódýrara fyrir fyrirtæki
að notfæra sér útvistun en halda úti kostnaðarsamri fjármáladeild
þegar betra væri að nota mannaflann í annað. Við leggjum mikið upp
úr skilgreindu gæðakerfi, öguðum vinnubrögðum og því að fullnægja
ítrustu kröfum stjórnenda um skilvirk vinnubrögð."
mmmrnm
12