Frjáls verslun - 01.08.2002, Blaðsíða 40
JonGauti Jónsson
Fæddur:
Mennlun:
Ferill:
29. desember 1945 á ísafirði.
Cand. oecon. (1972) >
Sveitarstjóri á ýmsum stöðum frá 197^ til1'
1987, með undantekningu 1978 þegar hánn
stýrði Ijármálum og starfsmannahaldi hjá
Scanhouse Ltd. í Nígeríu
níu mánuði.
Framkvæmdastjóri Stálvíkur hf. frá ágúst
1987 til janúar 1990. Rekstrarráðgjafi frájan-
úar 1990.
Sveitarstjóri í Súðavík janúar-október 1995
og Skagafirði ágúst 2001-júní 2002, fjármála-
stjóri landlæknisembættisins desember
2000-júní 2001, bæjarstjóri í Vesturbyggð
janúar-júní 1997 og framkvæmdastjóri
Domus Medica frá febrúarbyrjun árið 2000.
Farandstjórnun:
Jón Gauti Jónsson rekstrarráðgjafi hejurkomið að fimm stórum farand-
stjórnunarverkefnum. Hann var sveitarstjóri í Skagafirði um tíu mán-
aða skeið 2001-2002, bæjarstjóri Vesturbyggðar í sex mánuði árið 1997
og níu mánuði sveitarstjóri í Súðavík árið 1995. Hann hefur einnig
komið að fjármálum landlœknisembœttisins og Domus Medica.
Mynd: Geir Olafsson
Jón Gauti Jónsson rekstrarráðgjafi
SVEITARSTJÓRI
OG FJÁRMÁLASTJÓRI
x nokkra mánubi í Súðavík, Skagafxrði,
Vesturbyggð, hjá landlæknisembættinu
og Domus Medica 1995-2002.
Jón Gauti Jónsson rekstrarráðgjafi er að öllum líkindum sá
stjórnandi sem mesta reynsluna hefur af farandstjórnun því
að hann hefur komið að fimm slíkum verkefnum hið minnsta,
þar af hefúr hann verið bæjarstjóri tímabundið í þremur
sveitarfélögum úti á landi; í Súðavík, Vesturbyggð og Skaga-
40
firði. Hann var búinn að vera sveitarstjóri í 15 ár, lengstum í
Garðabæ, og rekstrarráðgjafi í fimm ár þegar hann var beðinn
um að koma að endurreisnarstarfinu í Súðavík eftir snjóflóðið
í janúar 1995. Snjóflóðið var algjört reiðarslag fyrir þetta litla
þorp, ekki síst tilfinningalega. Heimamenn treystu sér ekki til
að stýra uppbyggingarstarfinu og vildu fá til þess utanaðkom-
andi aðila. Jón Gauti var fenginn til starfans með milligöngu
Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þegar hann var kominn til
Súðavíkur nokkrum dögum eftir að snjóflóðið féll höfðu allir
íbúarnir yfirgefið staðinn sem var þakinn snjó og rústum.
Að finna nýjar leiðir Jón Gauti var einn fyrir vestan og dvaldist
þar í hálfs mánaðar törnum. Lífið snerist um vinnu. Til að byrja
með hafði hann engan samastað nema hótelið á Isafirði og varð
því að fara um Súðavíkurhlíðina á hverjum degi í misjöfnu
veðri. „Stórhuga og kraftmiklir menn stjórnuðu atvinnulífmu
þarna. Eg man að það var sérstakt fagnaðarefni að uppgötva að
daginn eftir að ég kom tókst að setja saman áætlun um að
koma fyrirtækinu Frosta í gang aftur 31. janúar, eða 15 dögum
eftir áfallið. Til þess þurfti að opna þorpið, hreinsa og koma á
eðlilegri umferð. Fólkið, sem vann við hreinsunarstarfið, var
keyrt frá ísafirði. Þegar búið var að hreinsa þorpið flutti ég í
íbúð á staðnum. Það var tiltölulega auðvelt að fá slíka aðstöðu
því að fólkið var lamað eftir áfallið og vildi ekki búa þarna strax.
Þetta var bara spurning um að byrja á núlli. Skrifstofan hafði
fyllst af snjó, fylgiskjöl og allir pappírar voru í ólagi. Það þurfti
að huga að skipulagi fyrir nýtt þorp. Fyrstu dagana þurfti mað-
ur að einbeita sér að því að finna nýjar leiðir. Það var ekki borð-
leggjandi hvernig ætti að koma lffinu í eðlilegt horf en það
tókst smám saman. Fyrsta skrefið í því var að koma upp bráða-
birgðahúsnæði fyrir íbúana. Keyptir voru 18 sumarbústaðir og
þeim komið fyrir við götu sem gerð var ofan við eyrina innar í
firðinum. Þarna starfaði 11 manna hópur iðnaðarmanna og
verkamanna að undirbúningi sem gerði kraftaverk," segir
hann. Fyrstu íbúarnir fluttu í sumarbústað 12. mars eða tæpum
tveimur mánuðum eftir sfysið.
- Hvernig fannst þér að detta svona óvænt inn í þetta erfiða
verkefni?
.Aðdragandinn var enginn þannig að ég hafði engan tíma til að
hugsa um það hvað mér fyndist um að taka að mér þetta verk-
efni. Eg var bara kominn í það og þá var spurningin um að
reyna að gera sitt besta.“
Uppstokkun og áætlanagerð Endurreisnin í Súðavík var fyrsta
starf Jóns Gauta sem tímabundins sveitarstjóra og það verkefni
er mjög frábrugðið öðrum verkefnum sem hann hefur komið
að þvi að í öllum hinum tilfellunum hefur verkefnið gengið út á
það að leiðrétta og rétta við slæma fjárhagsstöðu, hvort heldur
hjá sveitarfélögum, fyrirtækjum eða hinu opinbera. Verkefni
númer tvö var í Vesturbyggð þar sem Jón Gauti tók að sér
sveitarstjórastarfið í sex mánuði fyrri hluta árs 1997. „Fjárhagur
sveitarfélagsins var svo slæmur að það varð stokka upp og gera
áætlanir um endurljármögnun, sem menn fengjust til að trúa á.
Auðvitað tókst ekki að leysa öll mál á sex mánuðum en við
endurgerðum áætlanir og endurskoðuðum framkvæmdaáform.
Við lögðum m.a. grunninn að því að rétta kúrsinn," segir Jón
Gauti. I Skagafirði, þar sem meirihlutinn sprakk út af slæmri
fjárhagsstöðu, var Jón Gauti sveitarstjóri um tíu mánaða skeið
fram að sveitarstjórnarkosningunum í júní 2002. í þessu tilfelli