Frjáls verslun - 01.08.2002, Blaðsíða 170
„Eg áttaði mig á því þegar leið á námið að ég hafði meiri áhuga á markaðs- og almannatengslamálum,
segir Margit Elva Einarsdóttir, markaðsfulltrúi hjá Tryggingamiðstöðinni.
Fóik
„Þá kom upp sú staða að
manninum mínum, Guð-
mundi Emil Jónssyni, var boð-
in staða kaupfélagsstjóra í
Grímsey og við ákváðum að
slá til og fara þangað í eitt til
tvö ár,“ segir Margit. „Eg
hafði farið mjög snemma að
vinna frá eldri syninum og var
viss um að ef ég yrði áfram í
Reykjavík myndi það sama
verða uppi á teningnum nú.“
Margit var þó ekki alveg
atvinnulaus eða heimavinn-
andi í Grímsey því hún tók að
sér ýmis verkefni. „Eg kenndi
smávegis í grunnskólanum
og var fréttaritari fyrir Mbl., á
meðan við vorum í Grimsey.
Enda sé ég ekki alveg sjálfa
mig í því hlutverki að vera
bara heima. Eg þarf að hafa
eitthvað meira að gera og
vera í góðum tengslum við líf-
ið og tilveruna."
Eftir tveggja ára dvöl í
Grímsey töldu þau hjón að nú
væri rétt að snúa til baka,
Margit Elva Einarsdóttir,
Trygg ngamiðstöðinni
Efdr Vigdísi Stefánsdóttur
Margit Elva Einarsdóttir,
markaðsfulltrúi hjá
Tryggingamiðstöð-
inni, hefur margháttaða
reynslu að baki. Hún hóf störf
frá Tryggingamiðstöðinni í
ársbyrjun 2001.
„Eg hef umsjón með aug-
lýsinga-, kynnningar- og
markaðsmálum fyrirtækisins.
Starf mitt felst m.a. í því að
fylgja eftir framleiðslu auglýs-
ingaefnis, umsjón með endur-
nýjun og framleiðslu bæk-
linga í samvinnu við deildar-
stjóra og starfsmenn viðkom-
andi deilda. Eg annast sam-
skipti við auglýsingastofur,
prentsmiðjur o.fl. Einnig hef
ég umsjón með gerð mark-
aðsáætlana svo og umsjón
með gerð markaðsrannsókna
sem oft eru unnar fyrir okkur
af utanaðkomandi fagaðila.
Vinn að mai'kaðssetningu á
þjónustu fyrirtækisins í sam-
vinnu við yfirmenn fyrirtækis-
ins, umsjón með styrkveiting-
um o.m.fl. Eg get ekki sagt
annað en að starf mitt sé fjöl-
breytt og mjög skemmtilegt,"
sagði Margit.
Margit fór utan í nám og
ákvað að læra frétta- og blaða-
mennsku í Bandaríkjunum.
„Ég fór til Ohio fylkis þar sem
ég lauk BS í blaðamennsku
(BS in Journalism) frá Ohio
University. Ég áttaði mig á því
þegar leið á námið að ég hafði
meiri áhuga á markaðs- og al-
mannatengslamálum en
blaðamennsku sem slíkri, en
þó námið væri að mestu
kennsla í ljósvakamiðlun, var í
henni grunnur í almanna-
tengslum, siðfræði, lögfræði
og kynning á starfi upplýs-
ingafulltrúa eða markaðsfull-
trúa. Sá hlutinn höfðaði mun
sterkar til mín en blaða-
mennskan.“
Þegar heim kom hóf
Margit störf hjá Kynningu og
markaði og fann sig vel þar í
fjölbreyttu starfi sem bæði
fólst í skipulagningu ráð-
stefna og blaðamannafunda,
kynninga og blaðaútgáfu.
Hún var þar næstu sjö árin en
ákvað að skipta um starf og
fór til Samskipa sem mark-
aðsstjóri. Þar stoppaði hún
stutt og færði sig yfir á auglýs-
ingastofu þar sem hún vann
næstu tvö árin eða þar til kom
að fæðingu yngri sonarins.
enda voru miklar breytingar
að eiga sér stað í rekstri kaup-
félagsins og þau höfðu ekki
ætlað sér að vera lengi á
landsbyggðinni. Hún hóf
strax störf hjá Tryggingamið-
stöðinni og hefur verið þar
síðan.
Áhugamál Margit eru
helst ferðalög og góður matur
en hún segist vera í nokkrum
vinaklúbbum sem hafa það að
markmiði að hittast og borða
góðan mat saman sem oftast.
„Svo ferðumst við nokkuð
saman flölskyldan en okkur
finnst þægilegast að nota
bændagistingu og gerum það
óspart,“ segir Margit. „Þar
fyrir utan les ég talsvert og
meira hefur maður eiginlega
ekki tíma í þegar sinna þarf
fjölskyldu og vinnu.“ 5H
170