Frjáls verslun - 01.08.2002, Blaðsíða 94
STAÐANÍ ÐSKÍPTALÍFiNU
skiptum hafi aukist. Þá er ég ekki endilega að tala um harðn-
andi samkeppni heldur frekar nýjar aðferðir og breytt siðferði.“
Forgangsverkefiii forstjóra næstu tólf mánuði? „Forgangs-
verkefnin eru út af fýrir sig þau sömu; að selja góða vöru og
veita viðskiptavinum góða þjónustu, þannig að fýrirtækin geti
skilað viðunandi hagnaði.“
Botni hagsveiflunnar náð? „Það er mitt mat að botni hag-
sveiflunnar sé náð, þó markaðurinn sé enn sem komið er rýr.
Hins vegar vega ýmsar ytri aðstæður þungt og munu væntan-
lega breytast til hins betra á komandi mánuðum."
Hvað hefur einkennt rekstur íyrirtækis þíns á þessu ári og
telur þú að það nái settum markmiðum? „Heklu hefur
tekist, í minnkandi markaði, að auka markaðshlutdeild sína,
en þrátt fyrir það mætti afkoma fyrirtækisins vera betri.
Reksturinn hefur því óhjákvæmilega einkennst af hagræð-
ingu og niðurskurði. Markmiðið í fyrirtækjarekstri hlýtur
alltaf að vera að skila hagnaði og ég er hóflega bjartsýnn á að
við náum því.“ m
147
Stálskip árið 2001
147. stærsta fyrirtækið.
Uelta: 1,1 milljarður.
Hagn. f. skatta: 433 milljónir.
Eigið fé: 1,3 milljarðar.
„Mikill niðurskurður í aflaheimildum í
þorski - í stað aukningar sem vænst
var - hlýtur að hafa áhrif á hagsveiflu
niður á við.“
Guðrún Lárusdóttir, eigandi Stálskiþa,
Guðrún Lárusdóttir
eigandi Stálskipa.
Mest á óvart í viðskiptalífinu á árinu? „Hin mikla samþjöpp-
un sem hefur orðið með samruna fyrirtækja í stærri einingar
og þar með hættu á minnkandi samkeppni.“
Forgangsverkeíhi forstjóra næstu tólf mánuði? „Halda áfram
að finna leiðir til að auka framleiðslu (framlegð) og minnka út-
gjöld.“
Botni hagsveiflunnar náð? „Nei. Mikill niðurskurður í afla-
heimildum í þorski í stað aukningar sem vænst var hlýtur að
hafa áhrif á hagsveiflu niður á við.“
Hvað hefur einkennt rekstur fyrirtækis þíns á þessu ári og telur
þú að það nái settum markmiðum? „Okkar rekstur hefur
einkennst af að hrinda í framkvæmd fyrirætlan okkar að nota
síminnkandi aflaheimildir á eitt skip í stað fleiri skipa, og með
því að ná betri framlegð á nýju og öflugra skipi. Of fljótt að
segja til um hvort sett markmið náist, en held að það gerist, ef
ekki á þessu ári þá næsta.“ H3
68
Penninn árið 2001:
60. stærsta fyrirtækið.
Uelta: 3,4 milljarðar.
„Komið mér á óvart að stór fyrir-
tæki eins og Þyrping og Húsasmiðjan
hafi verið seld. Frekari samþjöppun
virðist framundan.“
Gunnar Dungal, forstjóri Pennans.
Gunnar Dungal
forstjóri Pennans.
Mest á óvart í viðsldptalífinu á árinu? ,J\ð stór fyrirtæki eins
og Þyrping og Húsasmiðjan hafi verið seld. Frekari samþjöpp-
un virðist framundan, ekki síst í sjávarútvegi."
Forgangsverkefiii forstjóra næstu tólf mánuðina? ,Að við-
halda og auka markaðshlutdeild, treysta sambönd við við-
skiptavini. Að leita frekari hagræðingar. Efla liðsheildina hjá
starfsfólki.“
Botni hagsveiflunnar náð? Já, við teljum okkur finna það.“
Hvað hefur einkennt rekstur fyrirtækis þíns á þessu ári og telur
þú að það nái settum markmiðum? „Við höfum sýnt mikla
aðhaldssemi og einbeitt okkur að hagræðingu. Við teljum að
með samstilltu átaki starfsmanna munum við ná settum mark-
miðum á þessu ári.“ 33
94