Frjáls verslun - 01.08.2002, Blaðsíða 70
Eftir Guðninu Helgu Sigurðardótlur
W
Ialþjóðlegu viðskiptalífi hefur
komið mér mest á óvart
hvað upptaka evrunnar
hafði mikil áhrif á almenn við-
skipti í upphafi ársins þó að það
hafi verið heldur að jafna sig
síðustu mánuði. Með upptöku
evrunnar hægði á öllum við-
skiptum. Evrunni fylgdu auð-
vitað miklar breytingar fyrir
fólk, sérstaklega í löndum eins
og Spáni, Frakklandi, Ítalíu og
Portúgal, þar sem t.d. pesetinn
var 166-faldur á móti evrunni, í
Frakklandi þar sem frankinn
var rúmlega sex-faldur og svo
framvegis. Eg held að menn
hafi almennt ekki gert sér
grein fyrir því að áhrifin yrðu
svona mikil og raunin varð. Við
finnum hinsvegar fyrir því að
þetta er að jafna sig. Fólk er að
átta sig á því hvert verðgildi
evrunnar raunverulega er,“
segir Gunnar Örn Kristjáns-
son, forstjóri SÍF, og bætir við
að hér innanlands hafi það
komið sér mest á óvart hvað
uppkaup og samþjöppun í
sjávarútvegsfyrirtækjum á
árinu hafi gengið hraðar fyrir
sig en hann átti von á, auk þess
sem óvænt stefnubreyting
stjórnvalda hafi átt sér stað
varðandi einkavæðingu ríkis-
bankanna.
Gengisþróun SÍF hf.
September 1999
September 2002
B 4,4
Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri SÍF. „Við erum háðir hagsveiflum í
Evrópu, Ameríku og Asíu þannig að það er misjöfn áhersla á hverjum
stað. Það er mjög jákvætt fyrir starfsemina í heild sinni að evran hefur
verið að styrkjast." Mynd: Geir Ólafsson
Upptaka evrunnar
Forgangsverkefnið á skrifstofu forsljóra SÍF er að snúa
rekstrinum á SIF í Frakklandi, sem er stærsta dótturfélag fyrir-
tækisins, úr tapi í hagnað. „Við höfum verið í miklum skipulags-
breytingum," segir Gunnar Örn og telur brýnt að vera stöðugt
með skarpan og skýran fókus og vinna að þeim markmiðum
„sem maður setur sjálfum sér og sett eru fyrir hin ýmsu dóttur-
félög. En á mínu borði hefur það verið forgangsverkefni að vinna
með starfsfólki SIF France um að færa reksturinn í Frakklandi
til betri vegar.“
ESB-umsÓkn er æskileg SÍF hefúr náttúrulega stærstan hluta af
sinni starfsemi erlendis og því virða sljórnendur samstæðunnar
fyrir sér hagsveifluna frá mismunandi sjónarhornum, ekki bara
frá Islandi. „Við erum háðir hagsveiflum í Evrópu, Ameríku og
Asíu þannig að það er misjöfn áhersla á hveijum stað. Það er mjög
jákvætt fyrir starfsemina í heild sinni að evran hefur verið að
sfyrkjast og heldur hefur dregið úr vægi dollars. Hér á íslandi hafa
stjórnvöld náð góðum tökum á þeirri niðursveiflu sem átti sér stað
í lok síðasta árs. Menn hafa náð að rétta sig af á mjög þægilegan
hátt fyrir atvinnulífið." Gunnar Örn telur ljóst að evran verður
ekki tekin upp á Islandi án inngöngu í Evrópusambandið. Hann
segir mögulegt, án þess að það sé fysilegt, að tengja krónuna
einhliða evrunni en sín skoðun sé sú að það beri að skoða það
alvarlega að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka jafn-
framt upp evru. „Islenskt hagkerfi er of lítið og við verðum fyrir
of miklum sveiflum miðað við það sem við yrðum fyrir ef við
70