Frjáls verslun - 01.08.2002, Blaðsíða 33
Starfsmenn Samkeþþnisstofnunar réðust til inngöngu hjá olíufelögun-
um og voru aðgerðirnar svo harkalegar, að sögn Geirs Magnússonar,
forstjóra Kers hf, að starfsfólki olíufélaganna leið illa lengi á eftir.
Húsnœði Skeljungs við Suðurlandsbraut.
1999 og gerðu húsleit hjá dreifingarfyrirtækjunum í þessum
geira 24. september 1999 vegna gruns um að starfsmenn fyrir-
tækjanna hefðu haft ólöglegt samráð um verð. Þessi fyrirtæki
voru Ágæti, Sölufélag garðyrkjumanna og Bananar ehf. Mánu-
daginn 27. september var svo gerð húsleit hjá Mata ehf. með að-
stoð lögreglu. Tilefnið var hið sama, en upphaf rannsóknarinn-
ar má rekja til þeirrar fyrirætlunar forsvarsmanna fyrirtækjanna
að stofna sameiginlegt, stórt og öflugt grænmetis- og ávaxta-
dreifingarfyrirtæki. Eftir húsleitina var m.a. send stjórnsýslu-
kæra til að ýta á eftir niðurstöðu rannsóknarinnar og þegar nið-
urstöðurnar lágu fyrir kom fram að stjórnendur dreifingarfyrir-
tækjanna hefðu gerst sek um verðsamráð, m.a. í gegnum tölvu-
póst. Málinu lauk með því að fyrirtækin voru sektuð fyrir brot
á samkeppnislögum, m.a. á grundvelli tölvupósts sem hafði
farið á milli aðila. Málinu var áfrýjað til áfrýjunarnefndar sam-
keppnismála og svo til dómstóla þar sem það er enn. [E
/ Olíufélögin 2001
-^tai-féHefin Samkeppnisstofnunar gerðu húsleit hjá olíufélög-
Öurjfim þremur, Olíuverslun íslands, Olíufélaginu og Skelj-
ungi, skömmu fyrir síðustu jól vegna gruns um ólöglegt samráð
um verð á eldsneyti. Stjórnendur fyrirtækisins voru að ræða
mögulega lækkun á eldsneytisverði þegar fulltrúar samkeppnis-
yfirvalda gerðu innrás klukkan 10 um morguninn öllum að
óvörum, sýndu lögreglumerki og sögðust vera komnir til að
gera húsrannsókn og leggja hald á gögn. Starfsmenn Sam-
keppnisstofnunar létu starfsfólk yfirgefa skrifstofúr sínar meðan
þeir lögðu hald á gögn, m.a. samtals 2 milljónir af tölvupóstsend-
ingum hjá öllum olíufélögunum, en þeir voru langt fram á
morgun að afrita tölvugögn hjá Olíufélaginu hf. Innrásin kom
mönnum mjög á óvart og vissu starfsmennirnir ekki hvaðan á
þá stóð veðrið. Forstjórar olíufélaganna vísuðu fljótlega á bug
ásökunum um verðsamráð og 2. mars sl. ákvað Olíufélagið hf.
að vinna að rannsókn málsins í samstarfi við samkeppnisyfir-
völd. „Niðurstaða okkar var sú að fara að lögum og vinna með
yfirvöldum," segir Geir Magnússon, forstjóri Kers hf., áður Olíu-
félagsins hf. Málið er enn í rannsókn.
Skortur á skráningu gagna Lögum samkvæmt á að fram-
kvæma húsrannsókn undir handleiðslu lögreglunnar en í
þessu tilfelli segir Geir að hún hafi verið undir handleiðslu
samkeppnisyfirvalda. „Starfsmenn Samkeppnisstofnunar voru
óöruggir og misjafnlega hrokafullir. Sumir gengu ákveðnir til
verks en aðrir ráku starfsmenn okkar út úr skrifstofum sínum
og gerðu þeim lítið grein fyrir hvað væri á ferðinni. Þeir vildu
fara inn í læst herbergi þeirra starfsmanna, sem ekki voru við,
og ætluðu að valta yfir fólk sem vildi varna því. Þeim var síðan
hleypt inn ef þeir sýndu tilskilin gögn. Lögfræðingur okkar bað
33