Frjáls verslun - 01.08.2002, Blaðsíða 48
*#]
‘ W SIGRÚNAR DAVÍÐSDÓTTUR
í Mörthuheiminum tekur enga stund að
sveifia súpunni á borðið að loknum
löngum vinnudegi og jurtirnar koma úr
garðinum við húsið. Auðvitað er borðið
skreytt með gylitum og siifurlitum
könglum, sem húsmóðirin málaði í gær.
Allir landar hennar vita hvað það þýðir
þegar eitthvað er „svo Mörthulegt“.
Uppistaðan í útgáfu Mörthu af sögu
sinni er að hún hafi alist upp við kröpp
kjör og því snemma lært allt sem sneri
að húshaldi, bæði matreiðslu, ræstingu
og saumaskap.
Martha Stewart er þjóðsagnapersóna sem hlotið hefur ótal
viðurkenningar innan bandarísks viðskiptalífs. Hún hefur
byggt öll sín umsvif á eigin ævi og sögu og því verið nánast
daglegur gestur í fjölmiðlum síðastliðin tíu ár.
Tímaritin Fortune og Time hafa útnefnt hana sem
eina afvaldamestu konum i Bandaríkjunum. Hún
hefur lent inn á lista Forbes yfir ríkustu einstakling-
ana. Hún hefur fengið Emmy-verðlaun fyrir sjón-
varpsþœtti sína sem og verðlaun samtaka markaðs-
fólks. Þá hefur hún fengið ótal viðurkenningar sem
framúrskarandi einstaklingur í bandarísku viðskipta-
lífi. En nú virðist vera fokið íflest skjól hjá henni.
Hver er eiginlega þessi Martha Stewart?
Eftír Sigrún Davíðsdóttur í London
Hún er hörkukvendi og þjóðsagnapersóna vestanhafs. Sjón-
varpsmaðurinn Jay Leno gerir óspart grín að henni og
þegar þekktir menn í bandarísku viðskiptalífi segja
brandara í hanastélsboðum reyna þeir að tengja brandarann
við heimilisgyðjuna Mörthu Stewart til að vera vissir um að all-
ir fari að hlæja.
Hér fer samt sú kona sem undanfarin tíu ár hefur átt hvað
mestri velgengni að fagna í bandarísku viðskiptalífi. Tímaritið
Fortune hefur tvisvar valið hana sem eina af valdamestu
konunum vestanhafs. Time hefur sömuleiðis útnefnt hana í
hópi áhrifaríkustu kvenna í bandarísku viðskiptalífi. Hún hefur
fengið bandarísku markaðsverðlaunin sem og ótal önnur verð-
laun fyrir árangur í viðskiptum. Sjónvarpsþættir hennar hafa
fengið Emmy-verðlaunin og fyrir tveimur árum lenti hún í 274.
sæti á lista Forbes yfir ríkustu Bandaríkjamennina. Martha
Stewart er ameríski draumurinn holdi klæddur. Hún er af
pólskum ættum; fædd 3. ágúst árið 1941. Hún gefur út met-
sölutímarit og eftir hana liggja metsölubækur um allt sem við
kemur lífsstíl, eldamennsku og heimilisprýði.
Flestum hefur fundist Martha Stewart frekar vera ímynd en
veruleiki því það er allt svo óendanlega sætt og huggulegt í
kringum hana. Hvítskúruð trégólf, blaktandi hvítar, gegnsæjar
gardínur og ferskur blær frá opnum gluggum, þrunginn
lavenderilmi. Ilmurinn skilar sér reyndar ekki af skjánum eða af
síðum tímaritanna, en dyggir áhangendur Mörthu Stewart vita
að hann tilheyrir. Á gerðarlegu borðstofuborðinu er pottur af
franskri fiskisúpu, sem lesendurnir vita að er Bouillabaisse, þótt
Bandaríkjamenn séu annars ekki sterkir í útlensku. í Mörthu-
heiminum tekur enga stund að sveifla súpunni á borðið að
loknum löngum vinnudegi og jurtirnar koma úr garðinum við
48