Frjáls verslun - 01.08.2002, Blaðsíða 84
Skýringar
Skýring 1.
Baugur
Hin mikla veltuaukning hjá Baugi á síð-
asta ári skýrist af útrás fyrirtækisins,
auknum umsvifum þess í Bandaríkj-
unum (Bonus Stores) og Evrópu.
Skýríng 2.
Alcan á Islandi
Islenska álfélagið heitir núna Alcan á Is-
landi.
Skýring 3.
Búnaðarbankinn
Kaup Búnaðarbankans á Lýsingu og yfir-
takan á Gildingu endurspeglast í tölum
bankans.
Skýríng 4.
Olíufélagið hf.
í byrjun þessa árs tók eignarhaldsfélagið
Ker hf. til starfa en dótturfélag þess er
Olíufélagið ehf. Umsvif móðurfélags
Kers eru á sviði fjárfestinga og tekjur
þess eru því í formi Jjármunatekna.
Langstærsti hluti veltunnar í samstæðu-
reikningi Kers verður hins vegar velta
Olíufélagsins ehf. sem verður áfram
aðalfúnksjónin í samstæðunni eins og
áður. Hjörleifur Jakobsson er forstjóri
Olíufélagsins ehf. en Geir Magnússon,
forstjóri Kers.
Skýríng 5.
Pharmaco
Pharmaco var í upphafi þessa árs skipt
upp í Pharmaco hf. Oyljaframleiðsla) og
Pharmaco Island hf. (heildsala). Síðar-
nefnda fyrirtækið var selt Hreggviði
Jónssyni og fl. íjárfestum og heitir núna
PharmaNor. Þá hafa Pharmaco og Delta
sameinast undir heitinu Pharmaco hf.
Skýríng 6.
Samherji
Sjávarútvegsíýrirtæki Kea, Snæfell, sam-
einaðist Samheija og skýrir það að hluta
mikla veltuaukningu.
Skýríng 7.
Samkaup hf.
Samkaup eru hlutafélag í eigu Kaupfé-
lags Suðurnesja og Kaldbaks hf. (Kea á
67% í því félagi). Verslanir Matbæjar hf.,
(gömlu Kea matvöruverslanirnar) voru
sameinaðar Samkaupum um mitt síð-
asta ár.
Skýríng 8.
Lífhf.
Lyfjaverslun íslands sameinaðist
Thorarensen Lyfjum á síðasta ári. Hið
sameinaða fyrirtæki heitir núna Líf hf.
Skýring 9.
Kea
Smásöluverslun Kea (áður Matbær) er
ekki lengur í veltutölum Kea. Heldur
ekki Snæfell sem hefur sameinast Sam-
herja.
Skýríng 10.
Þormóður rammi - Sæberg
í ársbyrjun 2001 voru félögin Hóhannes
ehf., Þormóðsberg ehf. og Hólshyrna ehf.
sameinuð Þormóði ramma - Sæbergi hf.
Skýríng 11.
Vífilfell
Sól-Viking hefur verið sameinað Vífilfelli
og skýrir það mikla veltuaukningu.
Skýríng 12.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Tekjur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar
eru af smásölu en þó ekki síður af rekstn
fasteigna.
Skýríng 13.
Stáltak
Stáltak rekur Slippstöðina ehf. á Akur-
eyri, Stálsmiðjuna og Kælismiðjuna
Frost. En seldi um áramótin meirihlut-
ann í Stálsmiðjunni í Reykjavík. Stærsti
hluthafi Stáltaks er Slippfélagið í Reykja-
vík. Aðrir stórir hluthafar eru Marel,
Olís, Burðarás og TM.
Skýring 14.
Norðurorka
Norðurorka er sameinað fyrirtæki Hita-
og Vatnsveitu Akureyrar og Rafveitu
Akureyrar.
Skýring 15.
Sparisjóður Vestfjarða
Sparisjóður Vestfirðinga er samruni fjög-
urra sparisjóða: Eyrarsparisjóðs, Spari-
sjóðs Súðavíkur, Sparisjóðs Þingejrrar-
hrepps og Sparisjóðs Önundarfjarðar.
Skýring 16.
Öryggismiðstöð íslands
Öryggismiðstöð Islands sameinaðist
Eldverki og Vörutækni í upphafi síðasta
árs og skýrir það hina miklu veltuaukn-
ingu.
Skýríng 17.
EFA
EFA og Þróunarfélag Islands sameinuð-
ust fyrir nokkrum vikum.
84