Frjáls verslun - 01.08.2002, Blaðsíða 65
HEILRÆÐI í STJORNUN
HM og sveigjanlegur vinnutími Góður, betri, bestur
ó að alger jöfnuður sé óraunhæfur, skiptir mestu máli að
starfsmönnum sé ekki mismunað án þess að fyrir því séu
réttlætanlegar ástæður. Farsælast er að stjórnendur láti sig
engu varða af hvaða ástæðu starfsmaður óskar eftir auknum
sveigjanleika. Það skiptir einungis máli hvort hægt er að
verða við óskinni," segir Linda Rut Benediktsdóttir, rekstrar-
fræðingur og sérfræðingur á rannsóknar- og upplýsingasviði
IMG-Gallup, í grein þar sem rætt er um sveigjanlegan vinnu-
tíma starfsmanna, en mörgum veittist auðvelt að breyta
vinnutíma sínum á meðan heimsmeistarakeppnin í fótbolta
stóð yfir á meðan öðrum sóttist það seint - ef ástæðan var
ekki fótbolti.
- Iinda Rut Benediktsdóttír rekstrarfræðingur.
Allt snýst um samskipti
Allt snýst um samskipti. Ég á nokkur heilræði sem ég lifi
eftir. Vertu góður við alla sem þú mætir á leiðinni upp, því
þegar upp er komið, er bara ein leið og hún er niður aftur. Þá
mætir þú þeim öllum aftur.“ „Þá leitast ég við af fremsta megni
að halda fermingarheitið mitt: ,ýUlt sem þér viljið að aðrir
menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Ef farið er eftir
þessu, verður allt umhverfi þitt betra.“
- Bjarld Harðarson, forstöðumaður þjónustudeildar Heklu.
að sem gerir góðan vinnustað betri er að hafa góðan anda
(móral). Við erum fimm sem vinnum náið saman, deilum
skrifstofu og eyðum öllum vinnudögum saman. Samskipti
okkar eru mjög góð, ef þau væru það ekki þá væri ekki gaman
að mæta í vinnuna."
- Ragnheiður V. Gísladóttir, starfsmaður í þjónustudeild
Tollstjórans í Reykjavík.
í framlínunni
Fyrirtæki þurfa að taka eftir framlagi starfsmanna og veita
þeim endurgjöf á frammistöðu. Einnig má telja víst að æ
mikilvægara sé í nýju umhverfi fýrirtækjanna að færa vald frá
jdirsljórn til millistjórnenda og frá millistjórnendum til fram-
línu starfsmanna."
- Tómas Bjarnason félagsfræðingur en hann er stjórnandi
iyrirtækja- og starfsmannarannsókna hjá IMG-Gallup.
Aldrei að plana
Maður á aldrei að plana framtíðina. Það er það eina sem ég
hef lært.“
- Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ.
Síðumúla 16 I 108 Reykjavík I Sími 545 4400 I Fax 545 4401 I www.gutenberg.is
Gutenbere
PRENTSMIÐJA ^
Gutenberg var upphafsmaður prentlistar
í hinum vestræna heimi, hann var persónan
sem byrjaði að raða saman lausu letri.
Við hjá Gutenberg erum ekki
lengur að raða saman lausu letri
en við röðum saman mörgum verkþáttum
svo úr verði góð þjónusta.
65