Frjáls verslun - 01.08.2002, Blaðsíða 88
Hagsveiflan
FASTEIGNAMARKADURINN
Heilmild: Fjármálaráðuneytið í okt. 2002. Þjóðarbúskapurinn. Haustskýrsla 2002
Hagvöxtur
Verg landsframleiðsla % breyting frá fyrra ári
5,5 5,5
Kaupmáttur ráðstöfunartekna
á mann (breytingar í%)
8,7
áætlun spá
Viðskiptajöfnuður
milljarðar króna á meðalgengi ársins
1998 1999 2000 2001 2002 2003
0 (T
áætlun spá
-68,0
Viðskiptajöfnuður sem % af landsframleiðslu
■6,9 -6,9 -16,3 -4,3 0 0
Þorskveiði
í þúsundum tonna á íslandi
Úthlutaðar
aflaheimildir
179
■
1998 1999 2000 2001 2002 2003
Kvótaárið er frá 1. september til 31. ágúst ár hvert
Fleiri fasteignir gengu kaupum ogsölum fyrstu
sex mánuði ársins en á sama tíma í fyrra og
nemur aukningin 23 prósentum. Effram heldur
sem horfir mun fasteignamarkaðurinn rífa sig
upp úr lægðinni sem einkenndi hann í fyrra.
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Fasteignamarkaðurinn er í mjög góðu jafnvægi. Það er
aukning á markaðnum og þinglýstum kaupsamn-
ingum hefur ijölgað um 23 prósent,“ segir Haukur
Ingibergsson, forstjóri Fasteignamats ríkisins.
Fasteignaviðskipti taka kipp Fjöldi kaupsamninga í fast-
eignaviðskiptum á höfuðborgarsvæðinu jókst fyrstu sex
mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra og sama gildir
um veltuna. Kaupsamningum hefur ijölgað úr 2.717 fyrstu
sex mánuði ársins 2001 í 3.352 fyrstu sex mánuði þessa árs.
Þetta er ijölgun Um 23 prósent. A sama tímabili hefur
heildarvelta aukist úr 39,5 milljörðum króna í 46,7 milljarða
og er það aukning um 18 prósent Meðalvelta á hvern kaup-
Rífur sio
samning hefur lækkað úr 14,5 milljónum króna í 13,9 millj-
ónir á þessu samanburðartímabili, eða um 4 prósent, en
verð íbúða í Jjölbýli hefur hinsvegar hækkað um 3,5 prósent
milli júní 2001 og júní 2002.1 ljósi þess hvað almennt verð-
lag hefur hækkað má segja að verð blokkaríbúða hafi staðið
í stað. Þessar tölur eru byggðar á þinglýstum kaupsamn-
ingum. Fasteignamarkaðurinn var í mikilli lægð framan af
síðasta áratug og sennilega náði lægðin botni um miðjan
áratuginn. Haukur riijar upp að 6.800 kaupsamningum hafi
verið þinglýst á öllu landinu árið 1995,1998 hafi talan verið
komin upp í 10 þúsund samninga og árið 1999 hafi hún farið
upp í 11.500 samninga en aftur niður í 10 þúsund samninga
árið 2000 og enn lægra í fyrra, eða 9.300 samninga. í ár má
þó búast við að þinglýstir kaupsamningar verði um 10
þúsund talsins, a.m.k. ef þróunin heldur fram sem horfir
eftir fyrstu sex mánuði ársins. „Það er auðvitað ekki ljóst á
þessari stundu hvað síðustu mánuðir ársins hafa í för með
sér en fasteignamarkaðurinn er nátengdur öðrum þáttum
þjóðlífsins, t.d. almennri stöðu í efnahagsmálum, og hún
hefur verið nokkuð góð og fer batnandi," segir Haukur.
„Verðbólgan hefúr lækkað verulega á þessu ári og raunar
meira en ýmsar spár gengu út á. Það er ró yfir vinnu-
markaðnum, vextir fara lækkandi og gengið hefur styrkst
þannig að efnahagsumhverfið er mjög hagstætt. Þetta eru
atriði sem hafa bein áhrif á fasteignamarkaðinn."
400 milljóna vella á dag Útborgunarhlutfall er oft talið
vera góður mælikvarði á spennuna á fasteignamarkaði