Frjáls verslun - 01.08.2002, Blaðsíða 53
__________________________LflllN FORSTJORfl
laun fyrir forstióra?
Requisite
Organization
A Tol.il Sysiem for
Effective Managerial Organization
and Managerial Leadership
for the 21 st Century
Elliott Jaques
Bókin, Requisite Organization: A Total Sy-
stem for Effective Managerial Organ-
ization and Managerial Leadership for the
21st Century.
getu. Alfa, Beta, Gamma, Delta og
Epsilon. Þess vegna hefur Jaques verið
kallaður stjórnunarfasisti.
Stéttaskipting getur verið ósann-
gjörn en ímyndum okkur að við séum
hluti af svona fyrirtæki þar sem hverjum
er skipað niður eftir hæfni og getu.
Höfum við áhuga á að vera hluti af fyrir-
toski þar sem við getum ekki skjallað og
sleikt okkur upp valdastigann? Og í
hvaða hópi erum við, Alfa eða Beta?
Hugleiðingar um laun Hvernig getum
við nýtt kenningar og ályktanir dr.
Elliott Jaques? í fyrsta lagi við hug-
leiðingar um laun. Rannsóknir dr. Elliott
sýna að fólk er ótrúlega sammála um
hvað séu sanngjörn laun fyrir ákveðið
starf. (Sjá töflu um störf og laun.) í öðru
lagi er hægt að beita fræðunum á starfs-
fólkið og sjá hvetjir ráða við sín störf eða
eru framtíðarstjórnendur.
I þriðja lagi er hægt að beita fræð-
unum á fyrirtæki og spá fyrir um gengi
þeirra í framtíðinni, t.d. skýrir þetta vel
af hverju „nýja hagkerfið“ og netbólan
sprakk. Jaques heldur þvi fram að þar
hafi ráðið ferðinni ungt fólk sem ekki
hafði þekkingu, reynslu, getu og hæfhi
til að ráða við störf sín. í fjórða lagi er
hægt að beita kenningum Jaques á
Kenning dr. Jaques um átta
stéttir eða stjórnunarlög
STETTEITT T.d. afgreiðslumaður, almennur
lögreglumaður. Tímalengd verkefna: einn
dagur til þrír mánuðir.
STETT TVO T.d. verslunarstjórar, vakt-
stjórar. Tímalengd verkefna: þrír mánuðir
til eitt ár. Sanngjörn laun? Ein og hálf laun
1. stéttar.
STETT ÞRJU T.d. deildarstjórar, verkstæðis-
stjórar. Tímalengd verkefna: eitt til tvö ár.
Sanngjörn laun? Þrisvar sinnum laun 1.
stéttar.
STÉTT FJÖGUR T.d. verksmiðjustjóri. Tíma-
lengd verkefna: tvö til fimm ár. Sanngjörn
laun? Sex sinnum laun 1. stéttar.
STÉTT FIMNI T.d. forstjóri 5.000 manna fyrir-
tækis. Tímalengd verkeiha: fimm til tíu ár.
Sanngjörn laun? Tólf sinnum laun 1. stéttar.
STETT SEX T.d. forstjóri 20.000 manna fyrir-
tækis. Tímalengd verkefna: tíu til tuttugu
ár. Sanngjörn laun? Tuttugu og Jjórum
sinnum laun 1. stéttar.
STETT SJ0 T.d. forstjórar flestra Fortune
500 fyrirtækja, háttsettir opinberir starfs-
menn (eins og sir Humphrey í Já ráð-
herra“), þessir aðilar eiga að taka ákvarð-
anir sem spanna áratugi. Tímalengd verk-
efna: tuttugu til fimmtíu ár. Sanngjörn laun?
Fjörutíu og átta sinnum laun 1. stéttar
STÉTT flTTfl T.d. forstjóri GM, forstjóri
General Electric. Tímalengd verkefna:
fimmtíu til hundrað ár. Sanngjörn laun?
Níutíu og sex sinnum laun 1. stéttar.
SNILLINGAR Hér er farið yfir forstjórastigið
til þeirra snillinga sem hugsa um og vinna
við að breyta og bæta þjóðfélög, t.d.
Kristur, Búdda, Konfúsíus, Winston
Churchill, Konosuke Matsushita, Alfred
Sloan. Tímalengd verkefna: þessir aðilar
hafa áhrif í nútíð og ófyrirséðri framtíð.
Sanngjörn laun? Tja, við vitum öll hvaða
laun Jesú fékk í þessu lífi.
kenningar í stjórnun, eins og td. „sjálf-
stýrða hópa“ innan stjórn-
unarpýramída, en í þeim ber enginn
ábyrgð á niðurstöðunni og þess vegna
,Jloppa“ verkefiiin.
Hverjir hafa náð árangri? Hvaða fyrir
tæki hafa náð árangri með aðferðafræði
dr. EUiott Jaques? Bank of Montreal,
lögreglulið Oakland, Kaliforníu, lög-
reglulið Washington, D.C, Church of
England, USJointChiefsofStaff. Dæmi
er um að fjármálafyrirtæki vilji ekki láta
aðra vita að það noti aðferðafræði dr.
Elliott vegna þess hve vel því gengur.
Það er athyglisvert að flest þessara
fyrirtækja/stofnana hafa áratuga, jafn-
vel aldagamla hefð fyrir pýramídaupp-
byggingu og skýrt afmörkuð sljórn-
unarlög. Iiklegast er auðvelt fyrir þau
að beita kenningum á núverandi form-
gerð frekar en að rífa niður núverandi
form og byggja upp nýjan pýramida.
Einnig má ímynda sér að þau geti leyft
sér að hafa framtíðarsýn sem nær
lengra inn í framtíðina en næsta upp-
gjörstímabil. (Sem verður að koma vel
út til að verðbréfasalarnir verði ánægð-
ir!)
Kenningar dr. Jaques á íslandi Þeir
sem vilja yfirfæra þetta á íslenskt fyrir-
tækjaumhverfi verða að hafa í huga að
vegna smæðar íslenskra fyrirtækja þá
eru starfsmenn í einni stétt oft að fást
við verkefni sem teygja þá upp á við í
getu. Til að starfsmanni líði vel í starfi
verður að vera jafnvægi milli tímalengd-
ar verkeftia og mögulegrar getu starfs-
manna. Það er gríðarlega mikilvægt að
velja réttu starfsmennina fyrir störfin.
Starfsmaður með getu 2. stéttar sem
þarf að fást við verkefni 3. stéttar leysir
verkefnið illa og finnur til ótta, kvíða og
getuleysis. T.d. var Macbeth 2. stéttar
maður með 3. stéttar eiginkonu að fást
við 5. stéttar vandamál! B3
Þýtt og staðfært úr: Art Kleiner. Elliott Jaques
levels with you.
Heimild: Elliott Jaques, Requisite Organ-
ization: ATotal System for Effective Manager-
ial Organization and Managerial Leadership
for the 21st Century.
53