Frjáls verslun - 01.08.2002, Blaðsíða 56
FYRIRTÆKJAKAUP FIMIVlPLÚSflPROFIÐ
Fimmplúsaprófið ergott hjálpartæki pegar hugað er að
mati á fyrirtækjum og nauðsynlegt er að spyrja sig reglulega
spurninga sem snúa að rekstrinum, jafnvel pótt engin sala
sé yfirvofandi. Segja má að öll félögséu alltaftil sölu ogpá
sérstaklega hlutafélög sem skráð eru á markaði. Það hjálpar
pví til í rekstri og almennri stjórnun að spyrja sig stöðugt
gagnrýnna spurninga og efla með pví virkt innra stöðumat.
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Tílgangurinn með því sem ég kalla Fimmplúsaprófið er að
reyna að meta fyrirtæki, bæði vöxt þeirra og starfsemi, eftir
öðrum mælikvörðum en hefðbundið er í atvinnulífinu. Þegar
fyrirtæki eru metin þá er gjarnan fitið á efiiahagsreikninginn og
rekstrarreikninginn en þar er oft ekki tekið tillit til þeirra verð-
mæta sem skipta hvað mestu máfi og kaupandinn er tilbúinn að
borga fyrir. I efnahagsreikningi kemur t.d. hvergi fram sú við-
skiptavild sem fafin er í vörumerki, markaðshlutdeild, árangri og
áliti út á við, mannauði og þekkingu. En þetta skiptir allt mjög
miklu máfi þegar fyrirtæki eru metin til kaups,“ segir Þórólfur
Arnason, forstjóri Tals.
Þórólfur hefur þróað svokallað Fimmplúsapróf, sem byggt er
á reynslu hans í atvinnulífinu í um 20 ár en frákorninu var sáð í
erindi forstjóra Nokia, Jorma Ollila, á þingi norrænna iðnrekenda
árið 1988. Olfila vildi breyta sýninni á nokkur kostnaðar- og tjár-
festingarhugtök og útskýrði hvernig Nokia lagði mat á hátækni-
fyrirtæki. A þeim árum var aðalstarfsemi Nokia enn gúmmí- og
hrávöruvinnsla en fyrirtækið hugðist hasla sér völl á nýjum vett-
vangi. Stjórnendur Nokia höfðu nokkuð aðra sýn en þá var talin
góð og gild, þeir vildu t.d. líta á vinnu og vinnuafl, sem alltaf hafði
verið flokkað sem kostnaður, sem fjárfestingu. Þeir vildu meina
að alltof algengt væri að menn eignfærðu búnað sem mættu
miklu frekar flokka sem rekstrarvörur. Þeir vildu gjaldfæra tölvu-
búnað og líta á byggingar sem kostnað, ekki íjárfestingu. Mark-
aðshlutdeild vildu þeir hinsvegar meta sem fjárfestingu. Þá kom
fram að það fyrsta sem Nokia gerði við kaup á tæknifyrirtækjum
var að flytja framleiðsluna undir sölu- og markaðsdeild til að
tæknimennirnir gætu einbeitt sér að vöruþróun. Olfila lagði
áherslu á að í framtíðinni yrði þjálfun og viðhald þekkingar starfs-
manna mikilvægust auk þess sem hann lét ýmsa mola falla um
stjórnun og reynslu af markaðssetningu á tæknivörum. Upp úr
minnispunktum sínum um þetta erindi og ýmsu fleiru hefur
Þóróltúr þróað Fimmplúsaprófið.
Hvað á að Skoða? Þegar fyrirtækið er metið þá þurfa nokkrar
forsendur að vera á hreinu; stjórnmála- og lagaumhverfi fyrir-
tækisins, rekstrarleyfi, markaðsáhætta og umhverfismál, hveijir
frumkvöðlarnir eru, eigendur, hver viðskiptahugmyndin er og
hver tilgangur fyrirtækisins er, hvernig viðskiptaáædunin lítur út
og hvort markaðsaðgerðir fyrirtækisins séu tímasettar. Þá þarf
Fimmplúsaprófið - leiðbeiningar
1. spurning: Uverjar eru bókfærðar
eignir í efnahagsreikningi?
Það er neikvætt að eiga nfikið af eignum
sem eru bókfærðar í efiiahagsreikningi.
Hér er að sjálfsögðu ekki átt við ef starf-
semi fyrirtækisins byggist á eignasafni og
ávöxtun þess. Ef lítið er af bókfærðum
eignum, öðrum en nauðsynlegustu fram-
leiðslutækjum, þá dregurðu hring utan um
plúsinn.
2. spuming: Hver er markaðshlutdeild
fyrirtækisins á „fókusmarkaði“?
Ef hún er 20% eða meira þá dregurðu hring
utan um plúsinn, annars mínusinn. Hér
ber að skilgreina fókusmarkað mjög
þröngt því tekjustreymi fyrirtækisins í
framtíðinni á að stærstum hluta að byggj-
ast á þessum markaði.
3. spurning: Hefur fyrirtækið hug-
mynd um mánaðarlega rekstrarstöðu?
Það er ekki aðalatriði hvort fyrirtækið sýn-
ir rekstrarhagnað í dag. Mestu skiptir að
það geri rétt upp og að rekstrarstaðan sé
skýr frá mánuði til mánaðar, helst strax 10.
dag hvers mánaðar. Plús ef svarið er já.
4. spurning: Er starfsfólkið ungt og vel
menntað eða símermtað?
Menntun þarf að halda við. Er til starfs-
mannastefna, menntastefna, námskeiða-
form, fræðslustjóri? Plús ef svarið er já.
5. spurning: Heíur fyrirtækið fengið
vörmnerki, markaðsverðlaun, mark-
aðshlutdeild eða hlotið virðingu af ein-
hverju tagi?
Já þýðir plús. Mínus ef fyrirtækið er t.d.
þekkt fyrir óvandaða umtjöllun, mistök í
fréttaflutningi, of mikla umQöllun um vænt-
ingar o.s.frv.
Nú er komið að því að staldra við og
kanna hvort plúsarnir séu orðnir þrír,
ijórir eða fimm. Ef tíl vill má breyta ein-
um plús í mínus eða öfúgt
6. spuraing: Viltu vinna hjá þessu
fyrirtæki?
Þessa spurningu má leggja fyrir sjálfan sig
eða manninn á götunni; Vill hann vinna hjá
þessu fyrirtæki? Hvernig fist honum á það?
Hér geta ótrúlegustu aðilar gefið góðar vís-
bendingar, t.d. frændinn, kunninginn,
leigubílstjórinn, kaupmaðurinn á horninu
eða einhver annar sem þekkir viðkomandi
fyrirtæki.
Ef niðurstaðan úr prófinu eru 5-6
plúsar þá mælir flest með þvi að af
kaupunum verði. Verðið er greinilega
bara samningsatriði!
56