Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2002, Síða 12

Frjáls verslun - 01.08.2002, Síða 12
Stofnendur Fjárstoðar þeir Jón L. flrnason og Gunnar Thoroddsen. Bókhald, launaútreikningar og ýmis önnur bakvinnsla Fjárstoð er nýtt sérfræðifyrirtæki á islenskum markaði í um- sjón verkferla fyrir fjármálasvið fyrirtækja. Fyrirtækinu hefur vaxið mjög fiskur um hrygg að undanförnu, eftir sam- einingu við Viðskiptamiðlunina í Reykjavik og Grófargil á Akureyri og nú starfa 55 manns hjá fyrirtækinu. Fjárstoð sérhæfir sig i þjónustu við stærri sem smærri fyrirtæki, sem og rekstraraðila, á sviði fjármála, bókhalds- og launavinnslu. Útvistun verkferla á fjármálasviði Fjárstoð tekur að sér framkvæmd allra þeirra verkþátta sem heyra undir fjármálasvið fyrirtækja, þar á meðal bókhald, afstemmingar, launavinnslu, gerð bráðabirgða- og árshlutauppgjöra og framsetningu lykilupplýsinga. Reynslan hefur sýnt að með því að fela sérfræðingum að annast daglega vinnslu á þessu sviði geta fyrirtæki náð töluverðri hagræðingu og ekki síst gefst stjórnendum meira tóm til að einbeita sér að kjarnasviðum starfsemi sinnar; því sem skapar bein verðmæti fyrir fyrirtækið og eigendur þess. Starfsfölk Fjárstoðar hefur langa reynslu af störfum á fjármálasviði og fyrirtækið leggur mikla áherslu á skilvirka og góða þjónustu, staðl- aða verkferla og fagleg vinnubrögð sem samræmast ítrustu kröfum um gæði. Markmið Fjárstoðar er að þessir þættir, auk samnýtingar starfs- fólks við fleiri verkefni, leiði til lækkunar rekstrarkostnaðar hjá viðskipta- vini, auk þess sem hann fær aðgang að sérfræðiþekkingu og víðtækri reynslu starfsfólks. Óbeinn kostnaður tengdur yfirstjórn, tækjabúnaði, orlofi, ráðningum og húsnæði fellur sjálfkrafa niður við útvistun og þar með næst strax fram umtalsverður sparnaður fyrirtækisins. „Við skilgreinum okkur sem framleiðslufyrirtæki á lykilupplýsingum fyrir fjármálasvið," segir Gunnar Thoroddsen, framkvæmdastjóri Fjár- stoðar. „Það fer auðvitað eftir stærð fyrirtækjanna hvað þau vilja mikla þjónustu og sum þeirra þurfa aðeins bókhaldsþjónustu á meðan önnur vilja að við vinnum náið með stjórnendum fyrirtækisins í því skyni að láta þeim í té lykilupplýsingar. Það kemur sífellt betur í Ijós að útvistun frá fjármálasviði fyrirtækja er mikill kostur þar sem fyrirtækið getur þá sinnt kjarnastarfsemi sinni betur en látið sérfræðinga um það sem snýr að stöðluðum vinnuferlum. Það er einnig ódýrara fyrir fyrirtæki að notfæra sér útvistun en halda úti kostnaðarsamri fjármáladeild þegar betra væri að nota mannaflann í annað. Við leggjum mikið upp úr skilgreindu gæðakerfi, öguðum vinnubrögðum og því að fullnægja ítrustu kröfum stjórnenda um skilvirk vinnubrögð." mmmrnm 12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.