Frjáls verslun - 01.10.2004, Blaðsíða 13
Jónsson & Le'macks
fengu evrópsku aug-
lýsingaverölaunin fyrir
auglýsingaherferöina
„Klæddu þig vel“ fyrir
66° norður.
Jónsson & Lemacks vinnur
evrópsku auglýsingaverðlaunin
Auglýsingastofan Jóns-
son & Le'macks hefur
unnið til gullverðlauna á
evrópsku auglýsingaverðlaun-
unum, EPICA,iýrirauglýsinga-
herferðina „Klæddu þig vel“
fyrir 66°norður. Herferðin er
röð dagblaða- og tímaritaaug-
fysinga sem sýna vel klædda
íslendinga í þungri og hrika-
legri íslenskri veðráttu. Ljós-
myndirnar í herferðinni eru
teknar af Ara Magg.
Verðlaunin eru veitt í flokki
tískufatnaðar. Sigurvegarar
síðustu þriggja ára í þessum
flokki eru gallabuxnafýrir-
tækin Levis, Lee og Diesel.
Valið var úr tæplega 5.000
innsendum auglýsingum frá
41 landi og aðrir sigurvegarar
í keppninni þetta árið eru m.a.:
Smirnoff, Guinness, Visa,
Sony, BMW og Nike.
EPICA auglýsingaverð-
launin eru meðal þeirra virt-
ustu í heiminum og er þetta
í 18. sinn sem þau eru veitt.
Að þeim standa fagtímarit
auglýsingagerðarmanna
í Evrópu og er dómnefnd
skipuð starfsfólki þeirra tím-
arita. Tilgangur keppninnar
er að ýta undir gæði og
frumleika í evrópskri aug-
lýsingagerð.HH
KB banki og Bakkavör veita 30 milljóna styrk
Asíðustu tveimur mánuðum hefur
Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla
íslands tekið á móti tveimur veg-
legum styrkjum til kennslu og rannsókna.
KB banki stjrkir meistaranám í ijármála-
fræðum með samtals 15 milljón króna
framlagi næstu þijú árin. Bakkavör Group
styrkir kennslu og rannsóknir í frum-
kvöðlafræði við deildina næstu þrjú árin
með samtals 15 milljón króna framlagi.
Frumkvöðlafræðin er ung grein innan
Viðskipta- og hagfræðideildar háskólans
og vill Bakkavör Group með framlagi
sínu stuðla að uppbyggingu á þessu sviði
innan deildarinnar. H3
Páll Skúlason rektor Háskóla Island, Agúst
Einarsson prófessor, Gylfi Magnússon
forseti Viðskipta- og hagfræðideildar, og
Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður
Bakkavarar Group.
Páll Skúlason rektor Háskóla Islands,
Ágúst Einarsson prófessor og Hreiðar
Már Sigurðsson, forstjóri KB banka.
13