Frjáls verslun - 01.10.2004, Blaðsíða 23
við í mun betri stöðu og vonumst til
þess að geta nýtt okkur þá möguleika
sem Baugur býður upp á, til dæmis
þau sambönd sem það félag hefur í
smásölugeiranum.
Baugur á og rekur um 1.100
búðir í Englandi og eigendur
félagsins hafa aflað sér góðra sam-
banda við birgja og geta því gert við
þá samninga á góðum kjörum. Þar
að auki eru þeir í góðu sambandi
við Debenhams sem er sterkasta
deildaskipta stórverslun í Englandi
og geta notað sambönd sem þeir
hafa aflað sér í gegnum það. Þannig
getur samningsstaða Magasin í inn-
kaupum stórbatnað með aðkomu
Baugs. Þar að auki munum við
vonandi getað tryggt versluninni
ýmis merki sem ekki hafa verið
mjög sýnileg á Norðurlöndunum
til þessa.
Baugur Group er til að mynda með sérleyfissamninga
í Skandinavíu fyrir TopShop og skóverslunina NineWest,
sem við teljum að henti vel inn í sumar ef ekki allar Magasin
verslanimar. Þar að auki eiga þeir þekkt merki eins og Karen
Millen, Oasis, Hamleys og Goldsmiths sem einnig gætu
hentað vel inn í heildarmyndina. Það gefur því augaleið að
Baugur Group mun verða mikilvægur hlekkur í viðsnúningi
okkar á Magasin og mun auðvelda okkur að ná betri samn-
ingum og auka og bæta vöruúrvalið á sem skemmstum tíma.“
Birgir vill þó bæta því við að engar ákvarðanir varðandi þessi
mál hafi verið teknar en unnið verði að því á næstunni að skoða
þessa möguleika með Baugi.
..Vorum ákveðnir, skipulagðir og unnum hratt“ „Þegar við jón
Asgeir ræddum möguleikann á því að festa kaup á Magasin du
Nord vomm við fljótiega sammála um nauðsyn þess að fá inn í
þetta með okkur hæfa fjármögnunaraðila sem einnig yrðu virkir
Sárfestar. Það þurfd að fjármagna kaupin en einnig vantaði
okkur aðila til þess m.a. að stýra endurfjármögnun ýmissa fast-
eigna í eigu Magasin du Nord.
Félagið á verslunarhúsnæði Magasin í Arósum og
Oðinsvéum, lagerhúsnæði og minni eignir auk þess sem það
hefur gert sölu- og endurleigusamninga vegna fasteignarinnar
rið Kongens Njhorv og verslunarinnar í Lyngby en félagið
hyggst kaupa þær fasteignir til baka. Straumur fjárfest-
ingarbanki kom þannig inn í kaupin með okkur og
reyndist gríðarlega vel í samningsferlinu og aðkoma
þeirra vó, að mínu mati, þungt í ákvörðunartöku
seljenda," segir Birgir Þór.
I umflöllun danskra flölmiðla um kaup íslensku
fiárfestanna á Magasin du Nord kemur skýrt fram að
riðskiptin þykja hafa gengið afar hratt fyrir sig. Birgir
er því inntur eftir því hvort honum þyki vera áberandi
Þegar maður skoðar arðsemismöguleika Magasin du Nord á ekki að dæma á grund-
velli frammistöðu félagsins á allra síðustu árum heldur frekar líta til þess að þetta er
rótgróið félag sem á sér tæplega 140 ára sögu.“
munur á íslensku viðskiptalífi og dönsku, þá sérstaklega með
tilliti til hraða.
„Viðskiptalífið gengur vissulega hægar fyrir sig héma en
heima á Islandi, Danir em kannski varkárari og hefðbundnari
en við og danska umhverfið því ekki mjög hvetjandi fyrir
frumkvöðla. Þeir em ekki tilbúnir til að taka sömu áhættu og
kannski er það þess vegna sem flestir búa hér við svipuð kjör.
Hreinskilni finnst mér hins vegar áberandi í viðskiptum hér en
Danir em einnig léttir og glaðlyndir að eðlisfari og það líkar mér
einna best í fari Dana.“
Birgir heldur áfram og segist telja það hafa reynst íslensku
fjárfestunum vera mikill styrkur í samningsferlinu hversu hratt
þeir unnu, vom skipulagðir og ákveðnir. „Til að mynda vom
komnir 2-3 aðrir hugsanlegir kaupendur inn í myndina mitt i
samningsferlinu, þar á meðal breska keðjan Selfridges og þýska
keðjan Kaufhoff, og því kom það sér vel að vera ekki með hik í
samningsumleitunum.
Margir hafa spurt hvemig okkur tókst að loka samningum á
svona skömmum tíma og að mínu mati skipti það öllu máli hver-
jir stóðu að þessum viðskiptum. Það má því að vissu leyti segja að
það hafi verið heppni að þessir þrír hópar tengdust í samnings-
ferlinu því við vógum hver annan upp og styrktum okkar stöðu
mjög mikið þannig. Eg er alls ekki viss urn að þetta hefði gengið
eins vel fyrir sig ef hópurinn hefði verið öðmvísi samsettur.
Sjálfur er ég að vissu leyti
„Þegar við Jón Ásgeir ræddum
möguleikann á því að festa kaup
á Magasin du Nord vorum við
fljótíega sammála um nauðsyn
þess að fá inn í þetta með okkur
hæfa íjármögnunaraðila sem
einnig yrðu virkir ijárfestar.“
undrandi á því hversu vel
hlutirnir gengu fyrir sig.
Okkur tókst að leysa rót-
gróna hnúta innan félagsins
á mjög skömmum tlma með
þeim hætti að allir sem að
málinu komu em sáttir. Þá
nálguðumst við verkefnið
23