Frjáls verslun - 01.10.2004, Blaðsíða 54
Condoleezza Rice var afburða nemandi,
frábær píanóleikari og skauíadrottning
- en mun hún verða nokkuð annað en
besti vinur forsetans?
Texti: Sigrún Davíðsdóttir í London
Forseti Úrúgvæ,
Jorge Batlle, Colin
Powell, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna,
Condoleezza Rice, við-
takandi utanríkisráðherra
Bandaríkjanna.
Hinn 1. desember 1955, þegar Condoleezza Rice var rúm-
lega eins árs, neitaði blökkukona í heimafylki hennar,
Alabama, að standa upp í strætó fyrir hvítum manni eins
og lög mæltu fyrir um. Atburðurinn varð hluti af goðsögninni
um upphaf jafnréttisbaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum.
Arangur baráttunnar má marka af því að í janúar tekur
blökkukonan Condoleezza Rice við sem utanríkisráðherra af
blökkumanninum Colin Powell - sem hún kallaði „leiðbein-
anda“ sinn þegar hún tók við útnefningunni. Þá verður hún
valdamesta kona heims - en gárungamir segja að hún verði
önnur valdamesta kona í heimalandinu því þar sé spjallþátta-
konan Ophra Winfrey í fyrsta sæti.
Nafnið Condoleezza er dregið af tónlistarhug-
takinu „con dolcetta", „með blíðu“, sem menn
deilir á um hvort sé réttnefni. Powell hefur verið
talinn dúfan í haukaliði Hvíta hússins, meðan
Rice er klárlega meðal haukanna. Ymsir nánir
samstarfsmenn Powells hafa hom í síðu Rice og
álíta hana hafa unnið gegn honum. Rice er talin
eiga útnefninguna að þakka dyggri vináttu og
óhvikulum stuðningi við Bush-fjölskylduna, fyrst
pabbann og nú soninn, sem kallar hana Condi. Þessi nánd
verði styrkur hennar út á við. Hún er fyrst og fremst góð í að
koma fram, en vantar fastan kjama, segir fyrrverandi kennari
hennar, sem er ósammála stjómmálaskoðunum hennar.
Margir efast um hæiileika hennar til að ná tangarhaldi á skrif-
ræðinu í utanríkisráðuneytinu, því sem öryggisráðgjafi hafi
henni ekki tekist vel að fá utanríkis- og vamarmálaráðuneytið
til að vinna saman.
fllin upp í ameríska draumnum Rice er einkabam, fæddist
inn í menntað millistéttammhverfi Alabama. Faðir hennar
var kennari og prestur, mamman var líka kennari og þau
ólu dótturina upp í ameríska
draumnum um að hún gæti
orðið stjarna ef hún legði
sig nógu hart fram. Dóttirin
tók þetta bókstaflega, varð
afburða píanóleikari undir
leiðsögn móður sinnar og á
ameríska vísu lagði hún sig
fram í íþróttum. Hún og for-
Faðir hennar kenndi við
Denver-háskóla og þar
innritaðist hún á þeim aldri
sem íslenskir unglingar fara í
menntó og var orðin prófessor
við Stanford aðeins 26 ára.
Rússland erhennar sérgrein.
54