Frjáls verslun - 01.10.2004, Blaðsíða 37
stofnfé SPRON
r
Eg get staðfest að meðal
kaupenda eru nokkur
flármálafyrirtæki, en veit ekki
annað en tilgangur þeirra séu
ijárfestingar með hóflegum hætti.
saman. Við hjá Spron höfum hinsvegar, eins og alþekkt er,
verið að leitað leiða til að styrkja sparisjóðinn og eiginflárstöðu
hans. Við höfum viljað nýta þau tækifæri sem kunna að vera á
markaðnum til þess að þróa sjóðinn og efla þjónustu við við-
skiptavini.“
Hvers vegna völduð þið KB banka í fyrrahaust?
„I fyrrahaust fórum við í viðræður við alla viðskiptabankana um
að þeir eignuðust meirihluta alls stofntjár í sparisjóðnum, en
jafnframt var málið lagt þannig upp að Spron yrði áfram til sem
sjálfstæð eining og starfsemin yrði efld. Niðurstaða sljómar
sparisjóðsins varð síðan sú að fara út í viðræður og samstarf
við KB-banka, sem síðan var lokað fyrir með lagabreytingum.
I ljósi þessa finnst mér mjög ósanngjamt gagnvart KB banka
að segja, eins og biyddað hefur á í umræðunni undanfarið,
að hann sé að sölsa undir sig sparisjóðinn. SPRON átti frum-
kvæðið að aðkomu hans á sínum tíma, sem síðan var lokað á
með breytingu á lögum.“
Er sameining annarra sparisjóða í farvatninu og helur
stofnfé þar verið að skipta um eigendur?
„Með sameiningu sparisjóða hefur þeim verið að fækka á undan-
fömum ámm og ég hef fúlla trú á því að sú þróun haldi áfram.
Hvað varðar stofnijárviðskipti í öðmm sjóðum þá er mér einfald-
lega ekki kunnugt um hvemig mál hafa þróast þar. Hitt ber þó
að taka fram að eigendur stofnfjár annarra sparisjóða, svo sem
á landsbyggðinni, em færri en hjá Spron og því ólíklegt að ein-
hver markaður myndist um stofntjárbréfin, þó einhver viðskipti
eigi sér stað.“[U
Gengi stofnjjárbréfanna hefur yfirleitt
verið á bilinu 5,0 til 7,0. Um fjörutíu
fjárfestar hafa keypt og enginn þeirra á
meira en 5% af stofnfé.