Frjáls verslun - 01.10.2004, Blaðsíða 114
Agúst Valfells, var lengi
Helga Valfells hefur búið meiri hluta ævinnar erlendis, en faðir hennar,
vel búsettur í Bandaríkjunum og starfaði þar sem kjarnorkuverkfræðingur.
FV-mynd: Geir Olafsson
Helga Valfells hjá
Útflutningsráði
Textí: ísak Öm Sigurðsson.
W
Utflutningsráð er í raun
og veru þjónusta við
afla útflytjendur, hvort
sem útflutningur þeirra er
hafinn eða í undirbúningi.
Hjá Utflutningsráði má segja
að séu fimm meginsvið,
fræðsla, sýningar, ráðgjöf,
upplýsingar og könnun nýrra
markaða með fyriitækjum,"
segir Helga Valfells, forstöðu-
maður Ráðgjafasviðs Útflutn-
ingsráðs.
„Eg veiti ráðgjafasviði
Útflutningsráðs forstöðu, en
við erum að vinna á því sviði
með innlendum og erlendum
ráðgjöfum, bæði fast- og laus-
ráðnum. Ráðgjafar okkar
erlendis eru ijórtán talsins,
ef ég tel viðskiptafulltrúa í
sendiráðunum með. Ráð-
gjafar okkar hér heima eru
sjálfstætt starfandi og allt í
aflt um þijátíu talsins, þó að
sjaldnast séu meira en tíu í
einu starfandi í verkefnum á
okkar vegum. Eg hóf störf hjá
Útflutningsráði árið 1999. Mér
finnst mjög gaman að fylgjast
með því hvemig fyrirtæki, sem
vom að stíga sín fyrstu skref
hjá Útflutningsráði þegar
ég byrjaði, em mörg búin
að ná mjög góðum árangri
á alþjóðavísu. Þar má nefna
sem dæmi Latabæ, CCP, sem
hefur sérhæft sig með góðum
árangri í tölvuleikjum á Net-
inu, og fyrirtækið Tær sem
hefur náð góðum árangri með
snyrtivörur sínar, sérstaklega
í Bretlandi. Arangur þeirra
minnir einnig á að það tekur
töluverðan tíma að ná árangri
á þessum vettvangi.“
Helga Valfells hefur búið
meiri hluta ævinnar erlendis,
en faðir hennar, Agúst Valfells,
var lengi vel búsettur í Banda-
ríkjunum og starfaði þar sem
kjamorkuverkfræðingur
„Skólaganga min á yngri
ámm var á Islandi, ég tók stúd-
entspróf frá Menntaskólanum
í Hamrahlið en fór síðan til
náms við Harvardháskóla í
Bandaríkjunum þar sem ég
nam hagfræði. Að loknu námi
þar kom ég til Islands 1988,
var um árs skeið hjá Ijóð-
hagsstolhun en fór síðan að
vinna hjá Verðbréfamiðlun
Islandsbanka á byijunarámm
verðbréfamarkaðarins hér á
landi. Það var gaman að taka
þátt i upphafsárum hans. Eg
var um þriggja ára skeið hjá
VBI en fór síðan til hjálpar-
starfa fyrir Rauða krossinn í
Afriku sem sendifulltrúi. Það
starf breytti algjörlega lífssýn
minni og var mikið ævintýri.
Að lokinni dvölinni í Afríku
fór ég í MBA-nám í London
Business School þar sem ég
kynntist eiginmanni mínum,
Connor Byme. Við hjónin
eigum saman tvo drengi,
Kára 4 ára og Kjartan 7 ára.
Að loknu MBA-námi í Bret-
landi vann ég í firnm ár þar-
lendis, fyrst eitt ár hjá Estée
Lauder snyrtivörufyrirtækinu
við markaðsmál og síðan hjá
Merrill & Lynch í sammna og
yfirtökum næstu 4 árin. Síðan
fluttum við hjónin tfl Islands
árið 1999 þar sem ég hóf störf
hjá Útflutningsráði."
Fjölskyldan er aðaláhuga-
mál Helgu Valfells og fer mikill
tími hennar í að sinna henni.
„Við höfum gert mikið af því
að ferðast eftir að við fluttum
til Islands og að vonum hefur
Connor mikinn áhuga á því
að kynnast Islandi. Segja má
að við höfum kynnst stómm
hluta landsins á ferðalögum
okkar. Af öðmm áhugamálum
mínum mætti nefna að ég hef
alltaf haft mikinn áhuga á ljós-
myndun og geri mikið af því
að lesa góðar bækur,“ segir
Helga.H!i
114