Frjáls verslun - 01.10.2004, Blaðsíða 57
þar sem hinn atkvæðamikli Henry Kissinger
utanríkisráðherra var einn af hans nánustu sam-
starfsmönnum. Þríeyki Bush er Cheney, Rice
og Karl Rove. Rove er gjaman talinn skapari og
heili Bush - en þá er óhætt að segja að Rice sé
rödd hans.
Sem þjóðaröryggisráðgjafi hefur Rice eytt
dijúgum tíma með Bush. Hún gefur honum yfirlit á morgnana,
fundar með honum yfir daginn, er oft ein með honum og er
fastur gestur á opinbera sveitasetrinu Camp David og á
búgarði Bushhjónanna í Texas. Um hvað skyldu þau eigin-
lega tala? spyrja margir í Washington. New York Times segir
í forystugrein að svo virðist sem Rice segi forsetanum „það
sem hann vill heyra um ákvarðanir sem hann hefur þegar
tekið, frekar en það sem hann hefur þörf á að vita til að draga
traustar ályktanir".
Jack Straw hafði trú á að Rice tæki við En hvers er þá að
vænta af Rice sem utanríkisráðherra? Stuðningsmenn hennar
segja að hún hafi þegar plægt vel sambönd við starfsbræður
sína víða um lönd. Hér í Englandi er til þess tekið að Jack
Straw utanríkisráðherra hafi ræktað vel sambandið við Rice
undanfarin misseri í þeirri trú að hún tæki við af Powell.
Styrkur hennar út á við liggur í nánu sambandi við forsetann
- þegar hún talar efast enginn um að hún tali fyrir munn hans.
Sjálf hefur hún sagt að hann hafi haft mikil áhrif á sig og að
þau séu sammála um granngildi og frelsi - og þau hafa sýnt
sig vera samtaka um nauðsyn þess að nýta yfirburðahemaðar-
styrk Bandaríkjanna til að ýta undir framgang frelsis í heim-
inum. Sumir taka þessa trú þeirra þó sem dæmi um einfeldni
þeirra. Framvindan í írak sýni að þó harðstjóm sé sópað burtu
þá fýllist tómarúmið ekki endilega af einlægum lýðræðis-
sinnum í anda landsfeðra eins og Thomas Jeffersons.
Hún er ógift, býr í lítilli íbúð í Watergate-
byggingunni og lifir öguðu lífi, að sögn vina
hennar. Hún fer í háttinn kl. 22, vaknar kl. 5,
hleypur á hlaupabandi heima fyrir, er mætt í
vinnuna fyrir ld. 7 og tekur iðulega með sér
matarpakka að heiman.
Það er af nógu að taka
þegar kemur að vantrú á Rice,
eins og Herbert rekur í áður-
nefndri grein. Richard Armit-
age, vinur og næstráðandi við
hlið Powells, segir í bók Bob
Woodwards, „Plan of Attack"
- um aðdraganda Írakstríðsins - að utanríkisstefnukerfið,
sem Rice átti að stýra sem þjóðaröryggisfulltrúi, hafi verið
óvirkt. Þegar fyrir ári síðan var Bush orðinn áhyggjufullur
yfir ástandinu í írak og setti Rice yfir nefnd, sem átti að
draga úr spennu og styrkja uppbygginguna þar. „Nýlegar
blaðafyrirsagnir vitna um hversu vel það hefur tekist,“
segir Herbert.
„Ég leita lil æðri föður" Annar leiðbeinandi, sem Rice
nefnir gjarnan, er Brent Scowcroft, sem var þjóðaröryggis-
fulltrúi Bush eldri og tilnefndi Rice í Þjóðaröryggisráðið
1989. Scowcroft marglýsti yfir vantrú sinni á innrásinni í
írak og gleypti aldrei við kenningu Hvíta hússins um tengsl
Saddams Husseins við hryðjuverkamenn A1 Kaída og árás-
ina 11. sept., því hagsmunir Husseins og A1 Kaída hafi alls
ekki farið saman. Það hefur truflað marga að Bush skuli hafa
reitt sig á nýgræðinga eins og Rice en skellt skollaeyrum við
reyndum mönnum eins og Scowcroft og föður sínum, sem
virtist sama sinnis og Scowcroft. Þegar Woodward spurði
Bush yngri hvort hann hefði ekki ráðfært sig við föður sinn
svaraði Bush: „Ég leita til æðri föður.“
Eftir kosningamar hefur Tony Blair, forsætisráðherra
Breta, sagt Evrópuþjóðunum, sem voru ósáttar við árásina
í írak, að þær verði að horfast í augu við staðreyndir. Það
kemur í hlut Rice að ýta þeim í þá átt. Þar muna þó kannski
enn einhveijir að í fyrravor sagði hún að Bandaríkin þyrftu
að „refsa Frakklandi, leiða Þýskaland hjá sér og fyrirgefa
Rússlandi". Allt bendir til að Frakkar séu að minnsta kosti
enn trúaðir á eigin óskeikulleika - í nýafstaðinni Eng-
landsheimsókn sinni hélt Jacques Chirac Frakklandsforseti
ótrauður fram efasemdum sínum um Iraksinnrásina.
Andlit Bandaríhjanna út á við Það kemur í hlut Riœ að
vera andlit Bandaríkjanna út á við og sendiherra þeirra á
alþjóðavettvangi, en grunnboðskapurinn er enn ekki orðinn
skýr. Spurningin er hvort Bush ætlar að nota seinna kjörtíma-
bilið til að draga úr ófriði og beita sér í Mið-Austurlöndum,
þar sem menn vita að Rice er eindreginn stuðningsmaður
ísraels - eða hvort hann stefnir á að lækka rostann í Iran
og Norður-Kóreu, hugsanlega með vopnavaldi. Margir telja
að síðarnefnda stefnan sé ósennileg því þó Bandaríkin séu
máttug hvað herstyrk varðar þá séu þau þó ekki almáttug.
En þar sem hæstráðandi Hvíta hússins og heimsins hlustar
frekar á alföður en föðurinn þá hlýtur hann einhvem tíma
að hafa rekist á orð hins vísa Salómons þar sem segir að
drambsemi sé undanfari tortímingar og að oflæti viti á fall.
En hvernig hin klóka Rice túlkar boðskapinn og mótar á
enn eftir að koma í ljós.H3
Nafnið Condoleezza er dregið
af tónlistarhugtakinu „con
dolcetta", „með blíðu“, sem
menn deilir á um hvort sé
réttnefni.
57