Frjáls verslun - 01.10.2004, Blaðsíða 38
LYKILLINN AÐ ARANGRI:
Áræðni, þor 09 orðheldni
Félag viðskipta- og hagfræðinga hélt hádegisverðarftind nýlega þar sem Hannes Smárason,
Jón Asgeir Jóhannesson og Bima Einarsdóttir voru frummælendur. Þau ræddu um
lykilinn að árangri í viðskiptalífinu og var yfirskrift ftmdarins: Snerpa í samkeppni.
Texti: Sigurður Bogi Sævarsson Myndir: Geir Ólafsson
Stuttar boðleiðir, ítarleg greining á fyrirliggjandi stað-
reyndum, orðheldni og skarpur fókus á viðfangsefnin.
Sveigjanleiki í rekstri og einföld upplýsingakerfi.
Mikilvægt er að fara ekki á taugum við því sem keppi-
nautamir spila út, heldur þarf að þekkja þá og ekki síður
viðskiptavini.
Þetta vom helstu stikkorðin í erindum þeirra Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar, forstjóra Baugs, Hannesar Smárasonar, stjómar-
formanns Flugleiða, og Bimu Einarsdóttur, framkvæmdastjóra
sölu- og markaðsmála Islandsbanka, á hádegisverðaríundi sem
Félags viðskipta- og hagfræðinga stóð að nú á dögunum. „Snerpa
í samkeppni" var yfirskrift fundarins, sem var fjölsóttur. HD
HANNES SMÁRASON:
Afgerandi tiltekt hjá Flugleiðum
Flugleiðir þykja afar spennandi fyrirtæki, en
þar hafa verið gerðar margvíslegar áherslu-
breytingar og margt er í bígerð. Þá er afkoman
í rekstrinum nú allt önnur en var. I fyrra var hún
rúmir 1,4 milljarðar kr. í plús sem var jafnmikið
og hagnaður allra flugfélaga í Bandaríkjunum
þegar árið 2003 var gert upp, að því er fram kom
í máli Hannesar Smárasonar á fundinum. Flug-
leiðir högnuðust um 3,3 milljarða fyrir skatta
fyrstu níu mánuði þessa árs. Allt bendir til að árið
2004 verði annað besta ár í sögu félagsins.
Eilefd september 2001, þegar hryðjuverkaárásimar voru
gerðar á tvíburatumana í New York, er dagur sem varð vendi-
punktur í veraldarsögunni. I viðskiptalífinu leiddu atburðimir
til endurmats og uppstokkunar á mörgum sviðum og hjá Flug-
leiðum þurftu menn að bregðast mjög hratt við aðstæðum;
með lækkun kostnaðar, einföldun leiðakerfis og fleim. „Þessi
hræðilegi atburður varð til þess að félagið tók mjög afgerandi á
sínum rekstrarmálum," sagði Hannes.
Sá ágæti árangur, sem Flugleiðir hafa verið að ná síðustu
misserin, sagði Hannes Smárason að helgaðist í raun af þeim
breytingum sem gerðar hefðu verið á félaginu á síðasta ára-
tug. Grundvöllur tekjumyndunar hefði verið breikkaður og
félagið gert betur í stakk búið að vaxa, eins og nú sé raunin.
Hafa verði í huga í þessu sam-
bandi að ólíkt mörgum öðmm
fyrirtækjum séu Flugleiðir ekki
háðar íslenska markaðnum með
innri vöxt, heldur geti félagið að
miklu leyti stýrt honum í gegnum
leiðakerfi sitt. Farþegum hafi lika
verið að flölga mikið; um 20% yfir
sumarið 2004 - og sambærilegum
vexti sé spáð á næsta ári.
Vesturströndin vaxtarmöguleiki Með vorinu hefst flug
félagsins til San Francisco í Bandaríkjunum - en Hannes
Smárason sagði félagið með því sjá ýmsa möguleika til vaxtar
og viðgangs. „Þetta er vísir að því að búa til nýjan skiptibanka
í áætlunarfluginu. Hingað til hefur leiðakerfið byggst á því að
flugvélamar koma frá Bandaríkjunum á morgna og halda svo
áfram til Evrópu. Vélin frá San Francisco mun hins vegar lenda
í kringum kl. þijú á daginn og þá kemst fólk áfram í tengiflug
til Evrópu. Það er markmið hjá félaginu að geta búið til nýjan
skiptibanka í farþegaflutningum á stærð við þann sem við
erum með á morgnana," sagði Hannes, og gangi flugið til San
Francisco upp séu fleiri viðkomustaðir á vesturströnd Banda-
ríkjanna í bígerð.
Hannes: Með vorinu hefst
flug félagsins til San Francisco
í Bandaríkjunum „Þetta er
vísir að því að búa til nýjan
skiptibanka í áætiunarfluginu.
Hingað til hefur leiðakerfið byggst
á því að flugvélamar koma frá
Bandaríkjunum á morgna og
halda svo áfram til Evrópu."