Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2004, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.10.2004, Blaðsíða 38
LYKILLINN AÐ ARANGRI: Áræðni, þor 09 orðheldni Félag viðskipta- og hagfræðinga hélt hádegisverðarftind nýlega þar sem Hannes Smárason, Jón Asgeir Jóhannesson og Bima Einarsdóttir voru frummælendur. Þau ræddu um lykilinn að árangri í viðskiptalífinu og var yfirskrift ftmdarins: Snerpa í samkeppni. Texti: Sigurður Bogi Sævarsson Myndir: Geir Ólafsson Stuttar boðleiðir, ítarleg greining á fyrirliggjandi stað- reyndum, orðheldni og skarpur fókus á viðfangsefnin. Sveigjanleiki í rekstri og einföld upplýsingakerfi. Mikilvægt er að fara ekki á taugum við því sem keppi- nautamir spila út, heldur þarf að þekkja þá og ekki síður viðskiptavini. Þetta vom helstu stikkorðin í erindum þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, Hannesar Smárasonar, stjómar- formanns Flugleiða, og Bimu Einarsdóttur, framkvæmdastjóra sölu- og markaðsmála Islandsbanka, á hádegisverðaríundi sem Félags viðskipta- og hagfræðinga stóð að nú á dögunum. „Snerpa í samkeppni" var yfirskrift fundarins, sem var fjölsóttur. HD HANNES SMÁRASON: Afgerandi tiltekt hjá Flugleiðum Flugleiðir þykja afar spennandi fyrirtæki, en þar hafa verið gerðar margvíslegar áherslu- breytingar og margt er í bígerð. Þá er afkoman í rekstrinum nú allt önnur en var. I fyrra var hún rúmir 1,4 milljarðar kr. í plús sem var jafnmikið og hagnaður allra flugfélaga í Bandaríkjunum þegar árið 2003 var gert upp, að því er fram kom í máli Hannesar Smárasonar á fundinum. Flug- leiðir högnuðust um 3,3 milljarða fyrir skatta fyrstu níu mánuði þessa árs. Allt bendir til að árið 2004 verði annað besta ár í sögu félagsins. Eilefd september 2001, þegar hryðjuverkaárásimar voru gerðar á tvíburatumana í New York, er dagur sem varð vendi- punktur í veraldarsögunni. I viðskiptalífinu leiddu atburðimir til endurmats og uppstokkunar á mörgum sviðum og hjá Flug- leiðum þurftu menn að bregðast mjög hratt við aðstæðum; með lækkun kostnaðar, einföldun leiðakerfis og fleim. „Þessi hræðilegi atburður varð til þess að félagið tók mjög afgerandi á sínum rekstrarmálum," sagði Hannes. Sá ágæti árangur, sem Flugleiðir hafa verið að ná síðustu misserin, sagði Hannes Smárason að helgaðist í raun af þeim breytingum sem gerðar hefðu verið á félaginu á síðasta ára- tug. Grundvöllur tekjumyndunar hefði verið breikkaður og félagið gert betur í stakk búið að vaxa, eins og nú sé raunin. Hafa verði í huga í þessu sam- bandi að ólíkt mörgum öðmm fyrirtækjum séu Flugleiðir ekki háðar íslenska markaðnum með innri vöxt, heldur geti félagið að miklu leyti stýrt honum í gegnum leiðakerfi sitt. Farþegum hafi lika verið að flölga mikið; um 20% yfir sumarið 2004 - og sambærilegum vexti sé spáð á næsta ári. Vesturströndin vaxtarmöguleiki Með vorinu hefst flug félagsins til San Francisco í Bandaríkjunum - en Hannes Smárason sagði félagið með því sjá ýmsa möguleika til vaxtar og viðgangs. „Þetta er vísir að því að búa til nýjan skiptibanka í áætlunarfluginu. Hingað til hefur leiðakerfið byggst á því að flugvélamar koma frá Bandaríkjunum á morgna og halda svo áfram til Evrópu. Vélin frá San Francisco mun hins vegar lenda í kringum kl. þijú á daginn og þá kemst fólk áfram í tengiflug til Evrópu. Það er markmið hjá félaginu að geta búið til nýjan skiptibanka í farþegaflutningum á stærð við þann sem við erum með á morgnana," sagði Hannes, og gangi flugið til San Francisco upp séu fleiri viðkomustaðir á vesturströnd Banda- ríkjanna í bígerð. Hannes: Með vorinu hefst flug félagsins til San Francisco í Bandaríkjunum „Þetta er vísir að því að búa til nýjan skiptibanka í áætiunarfluginu. Hingað til hefur leiðakerfið byggst á því að flugvélamar koma frá Bandaríkjunum á morgna og halda svo áfram til Evrópu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.