Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2004, Side 44

Frjáls verslun - 01.10.2004, Side 44
Davíð Oddsson segir í bókinni í hlutverki leiðtogans að hann leggi mikið upp úr því að samstarfsmenn sínir séu fljótir að greina meginatriði hvers máls og ekki þurfi að stafa ofan í þá hvem hlut. Að þeir hafi innbyggða þá íjöður sem segi þeim hvað megi og hvað ekki. Húmor sé einnig mikilvægur, ef hann sé mönnum sem lokuð bók verði allt svo þungt og erfitt. Davíð Oddsson hefur haft fjóra aðstoðarmenn frá því hann varð forsætisráðherra vorið 1991. Sá fjórði, Illugi Gunnarsson, fylgdi honum á dögum yfir í utanríkisráðuneytið. Fyrsta ráðu- neyti Davíðs tók við völdum 30. apríl 1991. Mánuði síðar hafði nýi forsætisráðherrann valið sér aðstoðarmann. Sá var Hreinn Loftsson sem áður hafði mikið starfað innan Sjálf- stæðisflokksins. Hreinn var meðal annars varaformaður SUS 1987 til 1989 og aðstoðarmaður Matthíasar A. Mathiesen í tíð hans sem viðskipta-, utanríkis- og loks samgönguráðherra. Jafnframt átti Hreinn trúnað margra forystumanna flokksins og hafði lengi verið einn af helstu talsmönnum einkavæðingar og minni ríkisafskipta. Löng hefð er fyrir starfi aðstoðarmanns ráðherra. Engar formlegar starfslýsingar eru til, né heldur hæfniskröfur gerðar, nema þær að viðkomandi þarf að hafa fyllsta traust ráðherrans til ýmiss konar verkefna sem hann felur aðstoðar- manni sínum. Þau verkefni geta verið breytileg frá einum ráðherra til annars. I störf aðstoðarmanna hefur gjaman valist ungt fólk, jafnvel nýskriðið úr skóla, sem hefur jafnframt verið að gera sig gildandi í starfi stjómmálaflokka, svo sem innan ungliðahreyfinga þeirra. Viðkoma um einhvem tíma í starfi aðstoðarmanns þykir góður bakgmnnur sé fólk á framabraut. Pólitísk tækifæri Strax var tekið tíl óspilltra mála þegar Viðeyjarstjóm þeirra Davíðs og Jóns Baldvins tók við stjómar- taumum. Vinnubrögðum í forsætisráðuneytinu var breytt, en á hinu pólitíska svið vom einkavæðing og niðurskurður á öllum sviðum boðorðin sem fylgt skyldi, enda hallinn rekstri ríkissjóðs mikill. „Fortíðarvandi“ var mikið notað hugtak á þessum tíma. „Að sjálfsögðu em takmörk fyrir því sem markaðurinn getur annast, en það em einnig takmörk fyrir því sem skatt- kerfið tekur við. Astandið í ríkisfjármálum og á fjármagns- markaði sýnir að við Islendingar em komnir á endastöð. Með núverandi stjómarsamstarfi er komið pólitískt tæki- „Á meðan þeir gera engar bommertur fá þeir að vinna að sínum málum án þess að hann andi ofan í hálsmál þeirra," sagði Hreinn við DV. færi til þess að hrinda hug- myndum um einkavæðingu í framkvæmd," segir Hreinn Loftsson í viðtali við Morgun- blaðið í ágúst 1991. Að raungera þessar hug- myndir kom í hlut Hreins sjálfs, því 1992 var hann valinn til formennsku í einkavæðingamefnd sem hann gegndi næsta áratuginn. Eyjólfur 09 Síðan Orri Hreinn Loftsson vék af velli sem aðstoðarmaður forsætísráðherra í septemberbyrjun 1992 og stóllinn var auður til vors. Þá tók við Eyjólfur Sveinsson, iðnaðar- og rekstrarverkfræðingur, sem þá hafði starfað meðal annars við rekstrarráðgjöf, en í félagsmálum átti hann bakgmnn sem formaður Vöku og Stúdentaráðs Háskóla Islands. Eyjólfur staldraði við í forsætisráðuneytinu fram til ársloka 1995, þegar hann fór tíl starfa hjá föður sínum, Sveini R. Eyjólfssyni, og tók við sem framkvæmdastjóri Frjálsrar fjöl- miðlunar og DV. A ámnum sem í hönd fóm áttí Eyjólfur eftír að verða einn umsvifamestí kaupsýslumaður landsins, allt þar til spilaborg viðskiptaveldis hans hmndi. Davíð Oddsson var án aðstoðarmanns fram á mitt sumar 1997, eða þar til Orri Hauksson véla- og iðnaðarverkfræð- ingur kom til starfa. Hann hafði þá áður starfað um tveggja ára skeið hjá utanlandsdeild Eimskipafélagsins, en jafnframt haft viðkomu í stúdentapólitík og Heimdalli. Starfinu gegndi Orri fram til ársins 2000. ,Að öðmm ólöstuðum er Davíð sá stjómmálamaður sem helst hefur þokað okkur í átt tíl mannúðlegs markaðssam- félags. Það má auðvitað spyija sig hvort hann hefði getað gert eitthvað betur eða hraðar, en það þarf ekki annað en að líta á stöðu efnahagsmála miðað við það hvemig þau stóðu þegar hann tók við stjómartaumum," sagði Orri í viðtali við Morgun- blaðið þegar hann tók við starfinu. Þar sagði hann ennfremur að sér þættí ósennilegt að hann myndi sinna stjómmálum sem aðalstarfi í framtíðinni. Hugur sinn stæði tíl þess að vinna í einkafyrirtæki og úti á markaðnum, sem hefur líka gengið eftír; frá því snemma á árinu 2003 hefur Orri verið framkvæmdastjóri þróunarsviðs Símans og gegnir nú, í krafti þess, stjómarformennsku í Islenska sjónvarpsfélaginu sem rekur Skjá einn. Ódeigur lllugi Orri lét sem fyrr segir af störfum á árinu 2000 og það var undir lok þess árs sem Illugi Gunnarsson tók við og fylgdi Davíð yfir í utanríkisráðuneytið nú í haust Illugi er hag- Eyjólfur staldraði við í forsætísráðuneytinu fram til ársloka 1995, þegar hann fór til starfa hjá föður sínum, Sveini R. Eyjólfssyni, og tók við sem framkvæmdastjóri Frjálsrar tjölmiðlunar og DV. Davíð sjálfur kveðst leggja mikið upp úr því að samstarfsmenn sínir séu fljótir að greina meginatriði hvers máls og ekki þurfi að stafa ofan í þá hvem hlut. Að þeir hafi innbyggða þá fjöður sem segi þeim hvað megi og hvað ekki. 44
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.