Frjáls verslun - 01.10.2004, Blaðsíða 65
KONUR í VIÐSKIPTALÍFINU
NORRÆN RANNSÓKN:
500 slærstu á Norðurlöndunum
Textí: Geir Guðsteinsson Myndir: Geir Olafsson
Ínýútkominni skýrslu um hlut
kvenna í stjómum og framkvæmda-
stjómum 500af stærstufýrirtækjum
a Norðurlöndum er niðurstaðan sú að
hlutfall kvenna í stjómum stærstu
fynrtækjanna er lægra á íslandi en
hinum Norðurlöndunum. Hins vegar
er hlutfall kvenna í framkvæmda-
sijórn íslenskra iýrirtækja, sem vom í
Urtaki þessarar norrænu rannsóknar,
hærra á íslandi, eða 15% á móti um
12% á hinum Norðurlöndunum.
Islensku fyrirtækin í athuguninni
v°ru 14 talsins. Þau vom Actavis,
■ðlcan, Atlanta, Baugur, íslandsbanki,
ril! banki, Landsbanki, Landssími,
Uindsvirkjun, Olíufélagið, Opin Kerfi,
Orkuveita Reykjavíkur, Samherji og
Samskip.
Þessi könnun um hlut kvenna í
st)órnum og framkvæmdastjórnum
500 af stærstu á Norðurlöndunum er
ekki sambærileg við könnun Frjálsrar
Verslunar yfir konur sem stýra fýrir-
t®kjum á listanum yfir 300 stærstu. í okkar könnun er ein-
Söngu litið til starfs „æðsta stjórnandans", forstjórans eða
framkvæmdastjórans sem stýrir fýrirtækinu. Hlutur kvenna
1 framkvæmdastjómum er mun meiri, eins og fram kom
1 síðasta tölublaði okkar þar sem margar konur em fram-
kvæmdastjórar einstakra sviða, t.d. hjá bönkunum og öðmm
stórfýrirtækjum.
Tvær íslenskar konur, Rannveig Rist, forstjóri Alcan í
^traumsvík og stjórnarformaður
kandssímans, og Kristín Jóhannes-
hóttir, framkvæmdastjóri Gaums og
stjórnarmaður í Baugi, em í hópi
fy'irra 10 kvenna sem valdar hafa
Verið af Nordic 500 sem áhrifamestu
konur í stjómum fýrirtækja á Norður-
löndum.
Hlutfall kvenna í stjómum stærstu
fyrirtækja á Norðurlöndunum er 16,5%.
í riandaríkjunum er hluffallið 13,6% og í
Bretlandi ll,8%.ÁNorðurlöndunum
er hlutfallið hæst í Noregi 22%, í
Svíþjóð 19%, í Finnlandi 13%, í Dan-
mörku 12% og á íslandi 11%. Ef
einungis em tekin skráð lýrirtæki
í kauphöllum þá er hlutfalHð lang-
lægst á íslandi, eða 5% á móti 18%
að meðaltaH á Norðurlöndunum.
Noregur og Svíþjóð em einu Norður-
löndin sem hafa tekið þá ákvörðun að stuðla að ljölgun kvenna í
sljómum með lagasetningu.
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, segir að lágt
hlutfall kvenna í stjómum á Islandi mætti rekja til þess að
fjármagnseigendur væm fýrst og fremst karlar og þeir litu
ekki út fýrir sitt sterka en einsleita tengslanet við val á stjómar-
mönnum.
Valgerður greindi frá því starfi sem nú er hafið í ráðu-
neytinu í nefnd undir forystu Þórs
Sigfússonar, framkvæmdastjóra
Verslunarráðs íslands, um að
fjölga tækifæmm kvenna í forystu
íslenskra fýrirtækja. Með ýmsum
aðgerðum verður reynt að stuðla
að fjölgun kvenna í stjórnum á
aðalfundum fýrirtækja á fýrri hluta
næsta árs m.a. með viðtölum og
fundum með forystumönnum og
konum í íslensku viðskiptalífi. H3
RannveigRist,forstjóriAlcaníStraumsvík Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmda-
og stjórnarformaður Landssímans. stjóri Gaums og stjórnarmaður í Baugi.
í HÓPITÍU ÁHRIFAMESTU
Tvær íslenskar konur, Rannveig Rist
og Kristín Jóhannesdóttir, eru í hópi
þeirra 10 kvenna sem valdar hafa
verið af Nordic 500 sem áhrifamestu
konur í stjómum fyrirtækja á
Norðurlöndum.
EKKISAMBÆRILEGAR
Þessi könnun er ekki sambærileg
við könnun Fijálsrar verslunar
yfir konur sem stýra fyrirtækjum á
listanum yfir 300 stærstu. I okkar
könnun er eingöngu litið tilstarfs
„æðsta stjómandans“, forstjórans
eða framkvæmdastjórans sem sfyrir
fyrirtækinu.
65