Morgunn


Morgunn - 01.06.1971, Page 33

Morgunn - 01.06.1971, Page 33
PRÉDIKUN í ANDA SPÍRITISMANS 27 var of hár og hliðum hans var of vandlega lokað. Veggur hleypidómanna og heimskunnar, veggur sjálfsþóttans og hrok- ans, veggur ljósfælninnar og drottnunargirninnar, veggur eig- ingirninnar og illskunnar. Þarna stóð Jesús fyrir utan. Þarna stóð sannleikurinn og drap á dyr. Þarna stóð fólkið fyrir innan, harðlokað inni. Enginn vegur inn fyrir sannleikann. Enginn vegur út fyrir fólkið. Nema eitt hlið. Hlið hörmunganna, písl- anna, smánarinnar, dauðans. Um það hlið varð sannleikurinn að fara inn. Um það hlið varð fólkið að fara út. Guð almáttugur varðveiti okkur og okkar þjóð! Nú er nýr sannleikur kominn til hennar og drepur á dyr. Nýr sannleikur og gamall þó. Sá sannleikur, að vér getum, af eigin reynd, þegar hér í heimi, fengið áreiðanlega vitneskju um það, að algóður faðir okkar á himnum láti ekki slokkna lífs- ljós okkar í dauðanum, að hann sleppi ekki af okkur hendinni fremur fyrir það, þó að öll jarðnesk bönd slitni; að hann fylgi okkur út á haf viðskilnaðarins og flytji okkur öll til fegurri stranda, þar sem við fáum að hitta alla þá, sem við höfum unn- að, og eigum meiri kost en hér á því að gera okkur grein fyrit' kærleika hans og aðhyllast hann. Hvernig tekur nú þjóð vor þessum sannleika? Verða lileypi- dómarnir og heimskan, sjálfsþóttinn og lirokinn, ljósfælnin og drottnunargirnin, eigingirnin og illskan — verður þetta allt jafn-óviðráðanlegt hér á landi eins og með Gyðingum fyrir 1900 árum? Við vitum það ekki. Guð einn veit það. Ekki virðist þessi sannleikur vera sérstaklega voðalegur. Eng- inn virðist þurfa að vera verr farinn, þó að hann hleypi hon- um inn. Finnst ykkur nokkur muni þurfa að verða verri mað- ur eða ófarsælli maður fyrir það, að hann viti, að hann eigi að lifa eilíflega og að algóður guð vilji vera með honum um tíma og eilífð? Finnst ykkur líklegt, að nokkurar stoðir farsældar- innar brotni við þá þekkingu? Sumir eru að tala um, að ef þeir fari að aðhyllast þetta, þá hrynji einhver ósköp, sem þeir hafi reist vonir sínar á. Guð varðveiti þjóð vora fyrir ofurmagni vitleysunnar!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.