Morgunn


Morgunn - 01.06.1971, Page 46

Morgunn - 01.06.1971, Page 46
40 MORGUNN nánum vinum. En það var engu líkara en fólk fyndi á sér að hún væri að koma; og það beið hennar. Segir hún jafnan sögur af Madame Helenu Blavatsky, hinum mikla guðspekingi, sem sagt var að fylgdi bjölluhljómur hvar sem hún kom. En i raun- inni er miklu áhrifameira að kynnast frú Garrett sjálfri: Rúss- neski kvenpresturinn kvaðst vera í sambandi við hina miklu kennara sína (mahatmana) langt inni á hálendum Tíbets. En frú Garett kvaðst hins vegar vera algjörlega jarðbundin, þrátt fyrir þá ótrúlegu sálrænu hæfileika, sem hún hefur sýnt. Eileen Garrett hefur engar háskólagráður og hefur engin opinber leyfisbréf upp á það, að hún megi stunda lækningar. En engu að síður hefur hún hjálpað og að því er virðist læknað visindamenn, lækna, rithöfunda, útgefendur, einkaritara, sál- fræðinga og geðlækna í hundraðatali, svo og harmi lostna for- eldra og börn og jafnvel forsætisráðherra eins stórveldisins. Þetta hefur þessi kona aðhafzt í hálfa öld, án þess að nokkuð hafi dregið úr mætti hennar. Hafa hinir frægustu vísindakönn- uðir í þessum efnum ýmist fyllzt aðdáun eða reiði eða ekki talið sig vita upp né niður hvemig skýra eigi eða skilja þessa furðu- legu hæfileika. Hefur enginn miðill gengizt undir aðrar eins vísindalegar rannsóknir á hæfileikum sínum og frú Garrett, sem jafnan hefur verið til þess reiðubúin. Hún er sennilega einn allra mesti miðih á þessari öld og hafa hæfileikar hennar verið rannsakaðir í tilraunastofum sálvísindanna víða um heim. Ekki hefur því verið hægl; að vísa hæfileikum hennar á bug með brigzlum um svik. Þótt frú Garrett hafi ekki talið sig búa yfir neinum yfimáttúrlegum hæfileikum, þá virt- ist hún engu að síður geta skynjað staðreyndir og atburði, sem flestu fólki var ókleift að ganga úr skugga um. Þannig gat hún haldið á umslagi i hendi sér og fyrir atbeina hlutskyggni sinn- ar sagt frá því með óhugnanlegri nákvæmni, að bréfið tilheyrði óhamingjusamri stúlku í New Jersey, sem hafi haft misheppn- að ástarsamband við ungan mann og sé nú á flótta til Texas í áætlunarbifreið. Þessi tilraun var gerð undir vísindalegu eft- irliti sálfræðings frá TJnion Thelogical Seminary í New York. Hlutskyggni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.