Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Page 6

Morgunn - 01.12.1981, Page 6
YNGVI JÓHANNESSON: HORFINN VINUR (Skáldið Jakob Jóh. Smári 1889-1972) i Já, stundum geislar byggöu himinbrú og brostu í skyndi viðhorf ný til min. Þá leit ég alltaf ósjálfrátt til þín í anda, því að hver var skyggn sem þú? Ég átti litla ró og trega trú, en til þín sótti ég þá reynslusýn, hve heiðríkjan i skáldsins veröld skin, mig slcyggnan lika gerði birtan sú. Ég minnist þess er hljóður þér við hlið ég horfði á birtast þessa fögru ró, sem virðist örugg eilífðina tjá. Við hlustuðum á lind og lcekjarnið, en lífsins þruma út i fjarska dó, og innri strengir óma tóku þá.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.