Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Page 9

Morgunn - 01.12.1981, Page 9
f MINNING SÉRA JÓN AUÐUNS fyrrv. dómprófastur Fæddur 5. febrúar 1905. — Dáinn 10. júlí 1981. KVEÐJA FRÁ SÁLARRANNSÓKNAFÉLAGI ISLANDS Með fráfalli sr. Jóns Auðuns fv. dómprófasts er genginn stórbrotinn persónuleiki og einn af höfuðprestum íslensku þjóðkii’kjunnar og forsvarsmönnum Sálarrannsóknafélags Islands. Með virðingu og þakklæti vill Sálarrannsóknafé- lag Islands minnast frábærs starfs sr. Jóns Auðuns í þágu sálarrannsókna hér á landi í um aldarfjórðungs skeið. Sem forseti SRFl stai’faði hann ótrauður að málefnum sálarrannsókna, bæði í ræðu og riti, ætíð reiðubúinn að halda fram sannfæringu sinni um gildi spíritismans fyrir kristna trú og lífsskoðun, svo og að verja þessa sannfær- ingu sína með þeim rökum og krafti sem honum einum var lagið. Þó var hann gætinn og athugull og varaði einatt við of mikilli trúgirni á órannsökuðum sálrænum fyrirbrigðum og hvatti til aðgæslu. Sálarrannsóknir voru fyrir honum vísindi en ekki nein sértrúarstefna og því skyldi farið með þær sem slíkar.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.