Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Page 13

Morgunn - 01.12.1981, Page 13
MINNING 107 ingum, eins og þau ár, sem séra Jón Auðuns var hér dóm- prófastur. 1 guðfræðilegum efnum fylgdi séra Jón frjálslyndri guð- fræðistefnu. Hann fylgdist vel með í guðfræði, og var um langt skeið prófdómari við guðfræðideild Háskólans. Hann hélt jafnan fast á sínu máli, bæði í ræðu og riti. Sem prest- ur og prédikari átti hann trúfastan hóp aðdáenda og áheyr- enda og margar af prédikunum hans og tækifærisræðum vöktu sérstaka athygli, vegna djúptækrar hugsunar og fágaðrar framsetningar. Margar af útvarpsprédikunum hans urðu t.d. oft minnisstæðar. Hinsvegar var hann oft umdeildur, eins og títt er um þá, sem ekki fara alltaf troðn- ar slóðir. Séra Jón ritaði allmikið og gaf meðal annars út prédik- anasafnið „Kirkjan og skýjakljúfurinn“, 1958, og ævisögu- þættina „Líf og lífsviðhorf", 1976, og vöktu báðar þessar bækur sérstaka athygli, þegar þær komu út. Þá ritaði hann marga þætti og hugleiðingar í blöð og timarit. Um árabil var séra Jón framarlega í forystusveit áhuga- manna um sálarrannsóknir og spíritisma og lengi formað- ur Sálarrannsóknafélags Islands og ritstjóri tímaritsins „Morgunn“ um árabil og birti þar margar af ræðum sín- um og erindum, um þau áhugamál sín, er sérstaklega snertu spíritismann. Það er alkunna, að stefnur og straumar koma fram í andlegum málum, er setja meiri eða minni svip á samtíð sína. Oft mæta þessar stefnur andlegri þörf þeirra tíma, er þær koma fram, og þó að breytingar verði síðar skilja þær alltaf eftir nokkur varanleg áhrif. Svo var um sálar- rannsóknastefnuna eða spíritismann er hann barst hingað til lands í byrjun þessarar aldar, enda átti hann á að skipa óvenjulega mikilhæfum forystumönnum, er báru uppi merki þessarar stefnu hér á landi. Hún var ákveðin tilraun til að vinna gegn vaxandi efnis- hyggju sem ekki hvað síst virtist ná tökum á mörgum menntamönnum og til að efla víðsýni í andlegum málum og

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.