Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Page 15

Morgunn - 01.12.1981, Page 15
MINNING 109 list hans. Hann var náttúruunnandi og blómavinur. Þá hafði hann mikinn áhuga á þjóðlegum verðmætum, og starfaði á fyrri árum nokkuð við Þjóðminjasafnið, og átti sjálfur gott safn þjóðlegra muna. Fyrir Rauða krossinn starfaði séra Jón mikið, og var formaður Rauðakrossdeildar Reykjavíkur á annan áratug. Séra Jón kvæntist 21. febrúar 1938 Dagnýju Einarsdótt- ur, útgerðarmanns í Hafnarfirði, Þorgilssonar, sem lifir mann sinn og studdi hann með ráðum og dáð í starfi hans og áhugamálum. Það hefur verið gæfa Dómkirkjuprest- anna, um langt skeið, hve konur þeirra hafa stutt þá trú- lega í störfum þeirra, svo að það hefur jafnan vakið at- hygli, ef þær hafa ekki, einhverra hluta vegna, getað fylgt mönnum sínum í kirkju, hvern helgan dag. Margir eiga góðar minningar um smekklegt heimili þeirra hjóna, fyrr og síðar. Af systkinum séra Jóns eru á lífi þær syst- urnar, frú Sigríður og frú Auður. Með séra Jóni Auðuns er horfinn á braut svipmikill kennimaður sinnar samtíðar, í íslenskri kirkju, að vísu stundum nokkuð umdeildur, en kennimaður, er setti svip á samtíð sína. Síðustu árin voru honum erfið, vegna langvarandi van- heilsu, en margir veittu því athygli, hve æðrulaust og karlmannlega hann bar þessar byrðar til hinstu stundar. Á fögrum og sólríkum sumardegi kvaddi hann þetta jarð- líf, og horfði með bjartsýni og trúartrausti til framtíðar- innar. 1 huga hans var jafnan ljós og birta yfir dauðanum, og með þeim hug viljum við hjónin kveðja góðan vin og starfsbróður og votta ástvinum hans innilegustu samúð. Séra Jón var alltaf mikill blómavinur, síðasta bæn hans á andlátsdegi hefði því vel getað verið þessi: Drottinn! „Ó, berðu mig til blómanna í birtu og yl“.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.