Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Page 19

Morgunn - 01.12.1981, Page 19
GUÐLAUG ELÍSA KRISTINSDÓTTIR: Alþjóðlegt mót sálarrannsóknamanna í Englandi s.l. sumar (Frásögn á fundi Sálarrannsóknafélags Suðurnesja 17. nóvember 1981) Um leið og ég flyt ykkur bestu kveðjur frá stjórn Sálar- rannsóknarfélagsins í Hafnarfirði, vil ég þakka ykkur það traust, sem mér hefur verið sýnt með boði ykkar hér í kvöld. Þetta hús, sem við ei’um stödd í, er mér ekki alveg ókunnugt, þar sem ég hefi komið hingað með manninum mínum Hafsteini Björnssyni, og fylgdist því um tíma með þeirri starfsemi, sem fór fram á vegum félagsins, og hef ávallt dáð þann dugnað og kjark, sem þið hafið sýnt með því að eignast þetta húsnæði. Ætlunin er, að ég segi í stuttu máli frá alþjóðlegu móti sálarrannsóknamanna í Englandi í sumar. Á fundi Sálar- rannsóknarfélagsins í Hafnarfirði í október s.l. skýrði ég frá þessari ferð, og mun styðjast við þá frásögn. Mótið var haidið dagana 22.-29. ágúst í Frobell Coilege, sem er í fallegu umhverfi í útjaðri Lundúna. Aðbúnaður allur var hinn vistlegasti, og einstök veðurblíða var meðan á dvöl okkar stóð í Englandi. Þátttakendur voru um 100 frá 19 þjóðum víðsvegar úr heiminum. Við vorum 14 frá Islandi, þar af 12 úr Reykja- vík, 1 frá Hafnarfirði og 1 frá Keflavík. Ég fór þessa ferð með litlum fyrirvara. Guðmundur Ein- 8

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.