Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Side 27

Morgunn - 01.12.1981, Side 27
ALÞJÓÐLEGT MOT SALARRANNSÓKNAMANNA 121 kona, Pat hét hún, sem átti 86 ára afmæli þennan dag, sérlega ljúf manneskja, sem vann hug og hjörtu allra við- staddra. Hún hafði misst manninn sinn í stríðinu, og hafði upp frá því helgað sig kærleiksriku starfi til hjálpar öðrum. Guðmundur hafði orð á þvi, að gaman væri að bjóða þess- ari konu til Islands. Mér datt i hug að velja nokkrar myndir frá ráðstefn- unni, sem ég hef látið fara hér um salinn. Þær kynnu að vera til frekari glöggvunar. — Það er t.d. mynd af þátttakendum og íslenska hópnum sérstaklega. Þá er mynd af stjórn samtakanna, en Guð- mundur Einarsson, forseti SRFl, er í stjórn þeirra, og nýtur auðsýnilega mikils álits, — rís eins og klettur úr hafinu. Því má skjóta hér inn í, að Island virðist skipa mjög virðulegan sess í heiminum á sviði dulsálarfræðinnar. — Ein mynd er af Guðmundi Einarssyni og dr. Puharich, en Guðmundur tók upp viðtal við Puharich, þar sem hann segir frá mexíkönsku konunni Pacitu, sem hann á ef til vill eftir að skrifa um, eins og hann gat um í fyrirlestri sinum. — Nokkrar myndir eru af RON WHITE, kanadískum vei’kfræðingi, sem minnti mig svo sannarlega á Hafstein. Oft er það svo, að þegar við erum fjarri heimkynnum, að við þykjumst sjá þær persónur, sem hugur okkar er bund- inn við, — en hér var ekki um að villast, að þessi kanadíski maður minnti um margt á Hafstein. — Þá er m.a. mynd frá síðasta kvöldinu á ráðstefnunni, sem var sannkallað skemmtikvöld. Margir góðir söngvarar komu fram, og íslenski hópurinn lét ekki sitt eftir liggja, og söng rammíslensk lög við góðar undirtektir. Eftir ráðstefnuna fóru flestir þátttakendurnir í vikudvöl til Stanstead, sem er sveitasetur í eigu breska sálarrann- sóknafélagsins. Við Islendingarnir áttum hinsvegar eftir tvo daga, og tókum við bílaleigubíl til Alresford þar, sem við gistum, skammt frá Winchester. Erindið var að fara til Brookwood, sem er sveitasetur þar í grennd, og

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.