Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Qupperneq 30

Morgunn - 01.12.1981, Qupperneq 30
124 MORGUNN Þegar þess er gætt hve mikla meðfædda hæfileika Haf- steinn hafði hlotið í vöggugjöf, þá mun mörgum koma það spánskt fyrir sjónir að hann hefði samt orðið að fá svona mikla og langa þjálfun. Þetta kom meðal annai’s fram í því, að fólk spurði tiltölulega skömmu eftir lát Hafsteins: „Hvað er þetta? Eruð þið ekki búnir að fá annan miðil?“ Eins og hér hefði látist venjulegur skrifstofumaður. Það væri því ekkert annað en auglýsa eftir öðrum. En til þess að verða góður miðill þarf meira en meðfædda hæfileika. Ég hygg að ef til vill mætti líkja því að verða góður miðill við að þroska góða tónlistargáfu. Það leikur enginn opinberlega á hljóðfæri öðruvísi en hafa áður lagt af mörk- um mikla vinnu og langa þjálfun. Ég tek þetta fram hér sökum þess, að það er bersýnilegt að fólk hefur alrangar hugmyndir um það hvað til þess þurfi að verða góður miðill. Flestir virðast halda að til þess þurfi ekki annað en meðfædda hæfileika, en það er öðru nær. Þessi vanþekking kemur ekki síst fram hjá fólki sem hefur fundið með sér meðfædda sálræna hæfileika á ein- hverju sviði, og heldur af þeim ástæðum einum að það geti orðið merkilegur miðill eins og Hafsteinn Björnsson. Þetta er mikill misskilningur. 1 fyrsta lagi eru sálrænir hæfileikar með ýmsum hætti. Þeir geta komið fram sem skyggnigáfa, þ.e. að viðkomandi sér stundum látnar mann- eskjur, eða dulheyrn (en stundum fylgist þetta að hjá sömu persónu). Það getur komið fram sem lækningahæfi- leiki, þ.e. að viðkomandi gæti stundum hjálpað sjúkum til bata, jafnvel þegar um sjúkdóm er að ræða sem lærður læknir hefur lýst ólæknandi. Fæstum er þó veitt þessi náð fyrr en viðkomandi hefur fengið um það einhver boð frá hinum andlega heimi, t.d. gegnum miðil. Læknisaðferðin getur verið með ýmsu móti. Má jafnvel segja að svonefndir huglæknar hafi hver sína sérstöku aðferð sem best hefur reynst þeim. Algengast er að huglæknir snerti sjúklinginn, strjúki hörund hans og þá oft einmitt á þeim stöðum þar sem sjúklingurinn hefur mest fundið til sársauka. Þá eru
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.