Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Side 33

Morgunn - 01.12.1981, Side 33
VANDI MIÐILSSTARFSINS 127 ráðleggja sálrænni manneskju að vera grandvör og góð í orðum og athöfnum, því neikvæður hugsunarháttur er sálrænni persónu margfalt hættulegri en öðrum. Eitt það raunalegasta sem getur hent mann með sálræna hæfileika er að hann leiðist út í drykkjuskap eða fari að fikta við eiturlyf. Ástæðan er sú, að slíkur maður dregur að sér látnar verur sem ef til vill hafa látist undir áhrifum slíkra nautnalyfja og dragast ósjálfrátt að sálrænu fólki sem hefur slíka veikleika til þess að geta notið þessara nautna með því, þótt látnar séu. Það er því tvíeggjað sverð að vera gæddur sálrænum hæfileikum. Vandi fylgir vegsemd hverri! Nú kunna að vera ýmsir meðal lesenda minna sem hvorki hafa borið gæfu til þess að vera á skyggnilýsingafundi hjá Hafsteini Björnssyni né á einkafundi hjá honum eða nokkr- um öðrum miðli og hafa því mjög óljósa hugmynd um hvernig slíkir fundir fara fram. 1 þessum þætti hyggst ég reyna að bæta úr þeirri vanþekkingu með því einfaldlega að lýsa einum slíkum fundi, sem haldinn var með Haf- steini miðli á Vitastíg 8a þann 12. febrúar 1947. Fundinn sátu Elínborg Lárusdóttir, rithöfundur, Ingi- mar Jónsson, skólastjóri og Þuríður Sigurðardóttir, búsett á Litlu-Giljá í Húnavatnssýslu. En fyrir hana var fundur- inn haldinn. Miðillin féll í trans. Eftir að fundarmenn höfðu setið litla stund og sungið sálm ávarpaði rödd fundarmenn, sem þau hjónin Elinborg og Ingimar könnuðust við að væri rödd Finnu þeirrar, sem talaði á hverjum fundi gegnum miðilinn og gaf mikilsverðar upplýsingar. Hún sneri sér að frú Þuríði og byrjaði að lýsa firði og fjöllum og gat þess að inn af þessum firði væri dalur. Frú Elínborgu datt í hug Vatnsdalurinn. En Finna sagði að það væri alls ekki Vatnsdalurinn. Það eru mörg hús þarna og eyri og vatn á eyrinni, sagði hún, og kölluð Vatneyri. Svo nefndi hún tvö nöfn í sambandi við þessar stöðvar. Annað nafnið var Ólafur Thorlacius, hitt var Jón Snæ-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.