Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Page 35

Morgunn - 01.12.1981, Page 35
VANDI MIÐILSSTAHFSINS 129 Svo lýsti Finna ungri ljóshærðri stúlku með blá augu og dökkar augnabi’únir. Finna sagði að hún hefði átt heima þarna nálægt Þuríði og verið mikið veik og dáið ung. Hún gat ekki komið með nafnið en sagði að það væri stutt nafn. Frú Þuríður hélt sig kannast við þessa stúlku. Hún var vinstúlka dóttur hennar og átti heima mjög skammt frá. Hún varð mjög veik og dó 16 eða 17 ára gömul. Svo kom læknirinn (það er einnig vera sem kom fram á hverjum fundi hjá Hafsteini miðli) og fór höndum um frú Þuríði og sagði að hún væri veik fyrir bringspölunum og að hún hefði alltof háan blóðþrýsting. Hann spyr hana hvar hún eigi heima. Þuríður segir honum það. Þá segir hann: „Sigurður er lasinn. Hann má ekki vera i heyi. Hann hef- ur lungnaþembu.“ Þuríður sagði að það væri satt, en um það vissu ekki aðrir en hún af þeim sem fundinn sátu. Þess má geta að miðillinn hafði aldrei séð eiginmann Þuríðar og þekkti ekkert til hans og aldrei hafði hann komið þar, og reyndar ekkert af því fólki sem fundinn sat. Og þanig lauk þessum fundi. Lesandinn getur svo spreytt sig á því að útskýra fyrir sjálfum sér eða öðrum hvernig allar þessar upplýsingar gætu hafa komið fram með eðli- legu móti. 9

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.