Morgunn - 01.12.1981, Page 36
MATTHlAS EGGERTSSON:
ARTHUR KÖSTLER
og smíðagalli á mannkyninu
Arthur Köstler er ungverskur að ætt og uppruna. Hann
hefur átt sér viðburðaríka ævi. Ungur að árum gerðist
hann kommúnisti, en sagði síðar skilið við kommúnism-
ann og skrifaði þá bókina Myrkur um miðjan dag, en sú
bók kom út á íslensku skömmu eftir stríðslok. Hann barð-
ist gegn Frankó í spænsku borgarastyrjöldinni, var tekinn
til fanga og sat í einangrunarklefa í marga mánuði og beið
aftöku.
Síðustu áratugi hefur Arthur Köstler stundað ritstörf.
Sérgrein hans er að gera flóknar vísindarannsóknir að-
gengilegar almenningi og er hann talinn fremstur þeirra,
sem þá erfiðu grein leggja fyrir sig um þessar mundir.
Hér á landi mun Arthur Köstler trúlega kunnastur fyrir
áðurnefnda bók, enda hafa ekki aðrar bækur hans verið
þýddar á íslensku. Hann hefur hins vegar skrifað mikið,
bæði bækur og ritgerðir sem birst hafa í tímaritum, og
verið heiðraður á ýmsan hátt. Meðal annars hlaut hann
Sonningverðlaunin árið 1968 fyrir bókina „The Ghost in
the Machine“, árinu á undan Halldóri Laxness, en Sonn-
ingverðlaunin eru verðlaun, sem menn fá fyrir að vera
frægir.
Meðal bóka Arthurs Köstlers er „The Roots of Coinci-