Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Page 38

Morgunn - 01.12.1981, Page 38
132 MORGUNN kalla það einungis eitthvað óhugnanlegt og undarlegt úr fortíðinni, eins og venjan er. Með því er breitt yfir, að hér er um almennt fyrirbæri að ræða, og að það er lykill- inn að skilningi á hinu geðveika elimenti í skapgerð manna og þætti þessa eliments í örlögum mannkyns. Að drepa eigin tegund Hinn skynsemi gæddi maður, Homo Sapiens, er einstæð- ur í dýraríkinu að þvi leyti, að hann skortir öryggisventil gegn drápi á einstaklingum sömu tegundar. Lögmál frum- skógarins þekkir aðeins eina ástæðu til dráps og það er sultur, og þá einungis, að sá sem veiðir og sá sem veiddur er séu viðunandi tegundir. Innan hverrar dýrategundar eru samkeppni og árekstrar einstaklinga og hópa leyst með táknrænum ógnunum eða einvígum, sem fylgja föst- um reglum og lýkur með flótta eða merki um uppgjöf þess sem tapar, en sárasjaldan með dauða. Eðlislægt ,,tabu“ gegn drápi eða alvarlegum meiðslum á einstaklingum sömu tegundar er jafnsterk hvöt og hungur, kynhvöt og ótti meðal flestra dýra. Að undanteknum rottum og maurum er maðurinn einn um að iðka dráp á ættingjum sinum, bæði einstakiingum og hópum. Þessar aftökur stundar maðurinn út frá breytilegum hvötum, allt frá afbrýðisemi til ósamkomulags um háspekilegar skilgreiningar fyrir- bæra. Þessi dráp eru svo með ýmsum blæbrigðum og þeim fylgja fjölbreyttar pyntingaaðferðir frá krossfestingu til rafmagnslosts. Klofningur er milli skynsemi og tilfinninga mannsins, milli getu hans og hæfileika annars vegar og hugsjóna og trúarhugmynda hins vegar. Þetta birtist skýrast í því misræmi, sem er á milli vaxtar tækni og vísinda annars vegar og siðferðilegrar breytni hins vegar eða milli hæfni mannsins til að hafa vald yfir umhverfi sinu og skorti hans á hæfileika til að hafa reglu á mannlegum samskiptum innan fjölskyldunnar, þjóða og tegundarinnar.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.