Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Side 41

Morgunn - 01.12.1981, Side 41
ARTHUR KOSTLER 135 og að komast heim. Þeir berjast af undirgefni, af því að þeir eiga engra annarra kosta völ eða af hrifningu á kon- ungi sínum, eða fyrir ættjörðina, fyrir hina sönnu trú eða hinn rétta málstað, reknir áfram ekki af hatri, heldur hollustu. Hin iUu örlög mannsins er ekki árásarhneigð hans lieldur hollusta. Köstler lýkur umsögn sinni um orsök stríðsrekstrar á eftirfarandi hátt: Sumir mannfræðingar hafa haldið því fram, að orsaka stríða sé að leita i þeirri eðlishvöt dýra að verja heimalönd eða veiðisvæði. Þessi kenning er jafn- lítið sannfærandi og tilgáta Freuds. Stríð eru með fáum undantekningum ekki háð fyrir persónulegum eignum né jarðnæði. Þeir, sem fara í stríð, yfirgefa oftast heimkynni sín, sem þeir eiga að vera að verja, og skjóta víðsfjarri þeim. Það, sem fær menn til þessa, er ekki líffræðileg hvöt manna til að verja land og eignir, heldur undirgefni undir tákn, sem bundin eru hefðum ættkvíslarinnar, undir heillög boð og pólitísk slagorð. Strið eru ekki háð fyrir land, heldur fyrir orð. (Áður birt i Þjóðviljanum, 16.12. 1979).

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.