Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Side 42

Morgunn - 01.12.1981, Side 42
HILDUR HELGA SIGURÐARDÓTTIR: Viðtal við Gertrude Schmeidler Dulrœnir hœfileikar fara eftir persónúleika manna — segir Gertrude Schmeidler, sem fœst við rannsóknir á þvi hvers konar manngerðir það eru, sem öðrum fremur hafa til að bera yfirskilvitlega skynjun. (Viðtal á alþjóðlegu þingi dulsálarfræðinga í Reykjavík í ágúst 1980). Gertrude Schmeidler er doktor í sálarfræði frá Harvard- háskóla í Bandaríkjunum og starfar nú við New York-há- skóla. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti dr. Schmeidler, er stutt hlé var gert á fyrirlestrum á þingi dulsálarfræð- inga í hátíðasal háskólans og átti við hana stutt spjall. En Gertrude Schmeidler var einn þeirra þátttakenda þingsins, sem hvað lengst hefur fengist við rannsóknir á sviði dul- sálarfræði. „Áhugi minn á þessu sviði vaknaði árið 1942, er ég sótti fyrirlestra sem haldnir voru um dulsálarfræði,“ sagði dr. Schmeidler. „Upp úr því fór ég að fylgjast með tilraunum á þessu sviði og þótti mér þær takast svo vel að ég fékk löngun til þess að taka þátt í rannsóknastarfinu. Þessar fyrstu tilraunir, sem vöktu áhuga minn á dulsálarfræði, snerust um það, sem dulsálarfræðingar kalla „sheep and goat“, þ.e. „sauðir og hafrar“, en það eru nafngiftir, sem

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.