Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Page 44

Morgunn - 01.12.1981, Page 44
138 MORGUNN En þegar svona rannsóknir eru framkvæmdar, koma ýmsir þættir inn í dæmið, svo sem persónuleiki og einnig hugarástandið, sem tilraunin fi’amkallar. Hinar ýmsu til- x’aunir framkalla mismunandi hugarástand hjá þeim sem taka þátt í þeim og auðvitað er samband milli þess og árangursins, sem næst. Þvi ríður á að þróa sem fjölbreyti- legastar rannsóknai’aðferðir. En á því sviði hefur eðlisfræðingurinn Helmut Schmidt unnið mikið starf.“ (Sjá viðtal við Schmidt).* „Hugaróraru. „Dulsálarfræðin er ekki komin langt á veg, miðað við aðrar fræðigreinar og erfitt er að segja til um það hvað fi’amtíðin ber í skauti sér,“ sagði Schmeidler. „Það verður ekki sagt að yfirskilvitleg skynjun sé afl, sem gætt er áhrifamætti í víðu samhengi, enn sem komið er, og við sem höfum fengist við rannsóknir á þessum fyrirbærum, treystum okkur ekki til að segja til um þróunina. Það getur líka verið erfitt að segja til um það hvað er ,,ekta“ yfirskilvitleg skynjun. Hugarórar eru ekki það sama og dulrænir hæfileikar og þar þai’f að greina á milli, en það hefur löngum viljað bi’enna við, þegar þessi fyrirbæri eru annars vegar, að margt sem á ekkert skylt við raunverulega hæfileika á þessu viði, hefur verið blásið upp af ópi’úttnum aðilum. En ég held,“ sagði Gertrude Schmeidler að lokum, „að aukinn skilningur á þessu ókann- aða sviði mannlegrar náttúi’u eigi eftir að stuðla að meiri heiðai’leika í heiminum.“ * Sjá síðasta hefti Morguns. Hitstj.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.