Morgunn - 01.12.1981, Side 52
146
MORGUNN
stjörnu, því að draumgjafi þinn er þá búsettur þar og er
að horfa á þessi dýr. Ef þig dreymir að þú sért að horfa á
stjörnuhimin með allt öðrum stjörnumerkjum en við
þekkjum hér á jörðu, þá er það vegna þess að draumgjafi
þinn er á öðrum hnetti og er að horfa á stjörnumerki sem
blasa við sjónum á hans hnetti. Þetta er fyrsta skrefið til
að vita að líffræðin nær til stjarnanna. Þá hefur þú einnig
gert þér grein fyrir, að allir ófreskir menn, sem og sofandi,
hafa þá hæfileika að skynja með sjón, tilfinningu og hugs-
anaflutningi það sem annar maður eða menn upplifa. Þenn-
an hæfileika hafa öll dýr jarðarinnar líka. Þetta segir okk-
ur, að þegar ófreskur maður sér sýnir eða sofandi miðill
er að lýsa því, sem fyrir augun ber hjá framlifanda, þá er
hann að segja okkur hvernig framlífið er á annarri stjörnu.
Trúin á andaheim er þá úr sögunni. Þá veistu einnig að
huldufólk og álfar, sem sjáendur tala svo mikið um, eru
verur á öðrum stjörnum. Þessir hólar og klettar sem sjá-
endur horfa á eru hlaðnir lífsorku, og stillir sjáandinn inn
á það orkusvið sem gerir sjáandanum kleift að fylgjast
með þessum stjörnubúum (huldufólkið eru menn eins og
við og búa á öðrum stjörnum). Nú þurfa menn ekki að
trúa í blindni. Nú geta menn vitað hvað bíður hvers og
eins sem fer út á vafasamar brautir. Þeir gera sér þá ljóst
að allt illt sem gert er lendir margfalt niður á þeim sjálf-
um: með líferni sínu dæmir maður sjálfan sig. Þessvegna
er það augljóst að þekkingu þarf til að breyta manninum
og leiða hann í lífstefnuátt.
Það er hryggilegt að hugsa til þess að þeir sem flytja
sannleikann eru lítilsvirtir. En þeir, sem með lygina fara,
eru í hávegum hafðir. Aðeins á helstefnujörðu getur slíkt
þrifist, en þegar sannleikurinn hefur sigrað, þá getur ekk-
ert illt hent hér á jörðu og veður yrði ólíkt betra en það er
í dag. Slæm hugsun skapar stillisamband við illa staði, en
góð hugsun magnar guðlegt stillisamband.
Eftirfarandi verður að hafa í huga, þegar rannsaka á
drauma: