Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Page 57

Morgunn - 01.12.1981, Page 57
GREINASYRPA „ÚR HEIMI VlSINDANNA“: (2. þáttur) ÞÓR JAKOBSSON: HEIMSENDIR I NÁND Heimsendir „Sól tér sortna, sígur fold í mar, hverfa af himni heiðar stjörnur“. Þannig hefst hin kunna lýsing Völuspár á heims- endi. Við höfum lesið hana oft og talið þar skáldlega lýst afdankaðri hugmynd, sem hrellt hefði fáfróða forfeður okkar. Okkur nútímamönnum hefur hins vegar verið kennt, að ógn og hætta tortímingar stafaði einungis af veldi Rússa, Kana og mannsins með ljáinn, sem fyrr eða siðar brygði Ijánum á okkur, einu í senn. Við þykjumst gjör- þekkja náttúruna, a.m.k. nóg til að hún muni ekki koma okkur í opna skjöldu. Þrátt fyrir storma, jarðskjálfta og mannskæð stríð yrði lífinu aldrei raskað að ráði og allt mundi færast í samt horf óðar en varði, þótt út af bæri um stund. Jörðin er traust og við erum hólpin: hugmyndin um heimsendi er ýmist firra fáviskunnar eða skopleg kenn- ing heittrúarmanna. En nú bregður svo við, að vísindamenn eru ekki lengur svo vissir í sinni sök. Ýmsar nýjar niðurstöður rannsókna á sögu jarðarinnar og lífsins benda til þess að ferleg til- ræði við lífið á jörðinni hafa verið gerð oftar en einu sinni og engin ástæða að telja okkur óhult fyrir fleiri slíkum. Banatilræðið hefst með jarðskjálftum, löndin ganga í

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.