Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Side 58

Morgunn - 01.12.1981, Side 58
152 MORGUNN bylgjum, fjöll hrynja, himinháar holskeflur rísa og ríða yfir, strendur fara í kaf, en í sömu mund rís svartur mökk- ur hátt í loft og hylur sól og himin, mökkinn leggur um alla jörð og skelfir dýrin. Myrkrið ríkir, árið út og árið inn, kæfir og kyrkir, svifið í sjónum og gróður á þurru landi deyr, dýr deyja, smá og stór. Fátt hjarir eilífa dimm- una. Smástirni hefur rekist á jörðina. Risaeðlur slegnar út Flest höfum við einhvern tíma látið heillast af lýsingum á risaeðlunum, þessum ævintýralegu furðudýrum forsög- unnar. Okkur finnast þau skrítin ásýndum af myndum vísindamanna að dæma, en sannleikurinn er sá að þau hefðu miklu frekar juridískt tilkall til jarðarinnar en við gestirnir, sem nýlega gerðum okkur heimakomin á jörðinni. Við monthanar, sem köllumst dýraheitinu homo sapiens, höfum stjáklað hér um í fáeinar milljónir ára, en eðlurnar réðu á sínum tíma lögum og lofum í um það bil 165 milljónir ára. Veldi þeirra hófst fyrir 230 milljónum ára og tegund- irnar urðu smám saman hinar fjölbreytilegustu að gerð og vöxtum. Skordýr, fuglar og spendýr mynduðust að vísu á þessu tímabili, en engin kvikyndi döfnuðu á borð við eðlurnar. Jarðsögutímabil þau, sem hér um ræðir, eru Trias, Júras og Kritartímabilið, en því lauk fyrir um það bil 65 millj- ónum ára. Ekki skal hér lýst nánar plönturíki og dýralífi jarðar- innar á þeim dögum, en aðeins á það minnt að tvær megin- tegundir risaeðla voru við lýði: kjötætur, en þar á meðal var „Tyrannosaurus rex“ mesti hlunkurinn, mörg tonn á þyngd, meira en 10 metrar á lengd og á hæð við tveggja hæða hús. Meðal jurtaætanna var ,,Brachiosaurus“, sem vó 50 tonn og var hvorki meira né minna en 25 metrar á lengd. Eitthvað hefur hann þurft að éta náunginn sá.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.